Tónlist

Forhlustun á nýjustu plötu Páls Óskars

,,Allt fyrir Ástina", fyrsta dansplata Páls Óskars síðan árið 1999 kemur út miðvikudaginn 7. nóvember næstkomandi. Notendum tónlist.is gefst nú tækifæri til að hlusta á plötuna í heild sinni áður en hún kemur út.

Platan inniheldur m.a. titillagið sem gerði allt vitlaust í sumar á öldum ljósvakans og smellinn International. Upptökustjórn var í höndum Páls og Örlygs Smára fyrir utan 3 lög. Toggi og Bjarki hjálpuðu til við lögin "Partí fyrir tvo" og "Þú komst við hjartað í mér" og Svala Björgvins leggur til frábært lag, sem heitir "Komdu til mín". Trausti Haraldsson, sem m.a. gerði lögin "Bundinn fastur" og "Minn hinsti dans" með Páli, leggur til 4 lög á plötunni, og Örlygur Smári og Niclas Kings eiga einnig 4 lög.

Platan á tónlist.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×