
Golf
Birgir Leifur á meðal efstu manna

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á úrtökumótinu á Spáni á 68 höggum í dag, fjórum undir pari. Birgir lék á pari í gær og er á meðal allra efstu manna á mótinu. Nítján efstu kylfingarnir á mótinu komast á lokaúrtökumótið fyrir Evróputúrinn í næstu viku.