Birgir Leifur: Ánægður með byrjunina á mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 15:21 Birgir Leifur var sáttur við árangurinn í dag. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“ Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira