Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna 3. desember 2007 16:05 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar MYND/Pjetur Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira