Kvennakór Hafnarfjarðar og Grundartangakórinn héldu jólatónleika í Víðistaðakirkju í dag. Fyrst söng Kvennakór Hafnarfjarðar undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur jólalög og síðan söng Grundartangakórinn undir stjórn Atla Guðlaugssonar.
„Antonía Havesí lék undir á píanó hjá kórunum. Í lokin sungu kórarnir saman og feðgarnir Atli Gunnlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason í Grundarfjarðakórnum sungu einsöng auk þess sem Smári Vífilsson söng einsöng með Grundartangakórnum," segir í tilkynningu.