Í dag var kynnt bókin Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson, blaðamann á Morgunblaðinu. Þetta er bók númer 27 í röðinni.
Bókin er gefin út í samstarfi við KSÍ en í henni má finna úrslit allra leikja á vegum KSÍ á árinu.
Hún telur 224 blaðsíður og auk hefðbundinnar umfjöllunar um íslenska knattspyrnu eru ítarleg viðtöl við Rúnar Kristinsson, Katrínu Jónsdóttur, Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólaf Jóhannesson.
Bókaútgáfan Tindur gefur út.