Þverstæða lífs og dauða 16. janúar 2008 06:00 Tilgangur eða Tilgangsleysi? Úr verkinu norway.today sem sýnt verður á Ísafirði á morgun. Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikritið norway.today verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Um er að ræða farandsýningu á vegum Þjóðleikhússins sem kemur til með að ferðast á milli framhaldsskóla landsins. Þjóðleikhúsið gerir leikferðir út á land með sýningar fyrir ungt fólk að reglulegum viðburði í starfi sínu og leggur áherslu á að uppfærslur þessar séu sérlega vandaðar, enda dugir ekki minna til þegar reynt er að fanga athygli yngri kynslóðarinnar. Nýjasti liðurinn í þessu átaki er leikritið norway.today sem verður frumsýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun. Verkið er margverðlaunað og hefur vakið athygli og áhuga ungs fólks víða um heim frá því að það var fyrst frumsýnt árið 2000. Leikritið fjallar um hina tvítugu Júlíu. Hún leitar á veraldarvefnum að einhverjum sem er tilbúinn til þess að fremja með henni sjálfsmorð. Hún kynnist hinum nítján ára gamla Ágústi á spjallrás og þau ákveða að láta af sjálfsvíginu verða saman. Hvorugt þeirra hefur þó augljósa ástæðu til að vilja fyrirfara sér. Aftur á móti virðist sem hversdagsleiki lífsins sé við það að bera þau ofurliði og þau finna einfaldlega ekki neina gilda ástæðu til að lifa. Birg af samlokum og bjór og með myndbandstökuvél í farteskinu leggja þau af stað í langferð upp á himinháa bjargbrún í Noregi þar sem þau ætla að binda enda á líf sitt með því að stökkva. Eins og efniviðurinn gefur til kynna er leikritið norway.today grátbroslegt verk um tvær ungar manneskjur sem telja sig hafa fundið í dauðanum eitthvað sem gæti hleypt spennu í grámóskulegt lífið. Leikritið er uppfullt af svörtum húmor og tekst á við þverstæðuna um tilgang og tilgangsleysi lífsins. Sem fyrr segir var verkið fyrst frumsýnt fyrir átta árum, en hefur síðan þá verið þýtt á 25 tungumál. Það hefur verið sett upp við góðan orðstír víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þýðandi verksins hér á landi er María Kristjánsdóttir. Leikstjóri norway.today er Vigdís Jakobsdóttir og tveir ungir leikarar, Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson, leika í sýningunni. Tvær sýningar verða á verkinu á morgun: sýning fyrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði kl. 10.45 og sýning fyrir almenning kl. 20. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira