Rugl í Reykjavík Jón Kaldal skrifar 22. janúar 2008 06:00 Í gær var myndaður þriðji borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir frá því að kosið var til borgarstjórnar. Nýjar kosningar væru vissulega fýsilegur kostur í þessari dæmalausu stöðu, ef ekki væri óheimilt að ganga til kosninga fyrr en að loknu kjörtímabilinu. Borgarbúar sitja því uppi með kjörna fulltrúa sína fram til vors árið 2010 þegar næst verður kosið. Full ástæða er til að ætla að fram undan séu erfiðir tuttugu og átta mánuðir. Þegar þetta er skrifað er ekki gott að sjá um hvað nýi meirihlutinn er stofnaður. Vissulega liggur fyrir málefnasamningur, en þar eru efst á blaði atriði sem ganga þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Allra efst er að ekki verði tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. Aðeins eru nokkrar vikur liðnar frá því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, lýsti því afdráttarlaust yfir að það væri skoðun borgarstjórnarflokksins að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Númer tvö á listanum er yfirlýsing um að leitað verði leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er. Þetta þýðir á mannamáli að slegnar verða af hugmyndir um að gömul hús víki fyrir nýjum við Laugaveg. Margsinnis hefur komið fram að húsafriðun er meðal helstu hjartans mála næsta borgarstjóra, Ólafs F. Magnússonar. Og í þeim efnum hefur líka komið skýrt fram að hann vill engar málamiðlanir. Hefur Ólafur meðal annars barist hart fyrir friðun húsanna númer 4 og 6 við Laugaveg, sömu húsa og sjálfstæðismenn voru samstíga um að ekki væri ástæða til að varðveita þegar þeir sátu síðast í meirihlutanum. Í þessu samhengi er athyglisvert að rifja upp tólf daga gamla skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu borgarbúa til friðunar Laugavegar 4 og 6. Þar kom fram að minnstur vilji til að friða var einmitt meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, fjórtán prósent í fyrra tilfellinu og átján því síðara. Ekki er enn séð fyrir endann á átökunum um Laugaveg 4 og 6, en ekki verður síður spennandi að sjá hver verða afdrif áætlana um uppbyggingu á þremur mun stærri reitum við Laugaveg. Það verður dýrt ævintýri ef borgin ætlar að leysa til sín allar þær eignir sem verktakar hafa fest kaup á í miðborginni. Eftir þann vandræðagang sem þjóðin hefur orðið vitni að í stjórn höfuðborgarinnar, fyrst í haust og svo aftur nú, þegar innan við hundrað daga gamall meirihluti féll, er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér um hvað þátttaka í stjórnmálum snýst. Hellir fólk sér út í stjórnmálin til að vinna að sannfæringu sinni, eða til að komast á valdastóla, sama hvað það kostar? Það er ekki bölsýni að spá að borgarbúar muni fá fleiri tilefni til að velta þeirri spurningu fyrir sér áður en kjördagur vorið 2010 rennur upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun
Í gær var myndaður þriðji borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir frá því að kosið var til borgarstjórnar. Nýjar kosningar væru vissulega fýsilegur kostur í þessari dæmalausu stöðu, ef ekki væri óheimilt að ganga til kosninga fyrr en að loknu kjörtímabilinu. Borgarbúar sitja því uppi með kjörna fulltrúa sína fram til vors árið 2010 þegar næst verður kosið. Full ástæða er til að ætla að fram undan séu erfiðir tuttugu og átta mánuðir. Þegar þetta er skrifað er ekki gott að sjá um hvað nýi meirihlutinn er stofnaður. Vissulega liggur fyrir málefnasamningur, en þar eru efst á blaði atriði sem ganga þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Allra efst er að ekki verði tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. Aðeins eru nokkrar vikur liðnar frá því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðimanna í borgarstjórn, lýsti því afdráttarlaust yfir að það væri skoðun borgarstjórnarflokksins að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Númer tvö á listanum er yfirlýsing um að leitað verði leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er. Þetta þýðir á mannamáli að slegnar verða af hugmyndir um að gömul hús víki fyrir nýjum við Laugaveg. Margsinnis hefur komið fram að húsafriðun er meðal helstu hjartans mála næsta borgarstjóra, Ólafs F. Magnússonar. Og í þeim efnum hefur líka komið skýrt fram að hann vill engar málamiðlanir. Hefur Ólafur meðal annars barist hart fyrir friðun húsanna númer 4 og 6 við Laugaveg, sömu húsa og sjálfstæðismenn voru samstíga um að ekki væri ástæða til að varðveita þegar þeir sátu síðast í meirihlutanum. Í þessu samhengi er athyglisvert að rifja upp tólf daga gamla skoðanakönnun Fréttablaðsins um afstöðu borgarbúa til friðunar Laugavegar 4 og 6. Þar kom fram að minnstur vilji til að friða var einmitt meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, fjórtán prósent í fyrra tilfellinu og átján því síðara. Ekki er enn séð fyrir endann á átökunum um Laugaveg 4 og 6, en ekki verður síður spennandi að sjá hver verða afdrif áætlana um uppbyggingu á þremur mun stærri reitum við Laugaveg. Það verður dýrt ævintýri ef borgin ætlar að leysa til sín allar þær eignir sem verktakar hafa fest kaup á í miðborginni. Eftir þann vandræðagang sem þjóðin hefur orðið vitni að í stjórn höfuðborgarinnar, fyrst í haust og svo aftur nú, þegar innan við hundrað daga gamall meirihluti féll, er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér um hvað þátttaka í stjórnmálum snýst. Hellir fólk sér út í stjórnmálin til að vinna að sannfæringu sinni, eða til að komast á valdastóla, sama hvað það kostar? Það er ekki bölsýni að spá að borgarbúar muni fá fleiri tilefni til að velta þeirri spurningu fyrir sér áður en kjördagur vorið 2010 rennur upp.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun