101 Reykjavík Davíð Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2008 06:00 Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því. Reyndar stórefa ég að þeir, sem létu tilfinningarnar hlaupa með sig í verstu gönurnar úr ræðustól borgarstjórnar í kjölfar þeirra sviptinga sem þar áttu sér stað fyrir hundraðogeitthvað dögum, gætu allir harkað slíkt vottorð út úr samviskusömum lækni. Borgarstjórinn er með lítið fylgi. Leikreglur lýðræðisins leyfa að litlir flokkar lendi í oddaaðstöðu sem gerir fulltrúum þeirra kleift að komast í meiri valdastöður en fylgið gefur augljóst tilefni til, eins og mýmörg dæmi eru um í ríkisstjórnum. Slíkir menn hafa oft gegnt störfum sínum með sóma og verið farsælir í embætti. Heyrst hefur að kjósendur borgarstjórans hafi alls ekki verið að kjósa hann heldur einhvern annan, gott ef ekki einhvern allt annan flokk sem var ekki einu sinni í framboði. Auðvitað er sú umræða út í hött. Ég veit hvorki til þess að kjósendur borgarstjórans hafi strikað hann út í meiri mæli en eðlilegt getur talist né að þeir hafi verið inntir á marktækan hátt eftir forsendum sínum fyrir því hvernig þeir greiddu atkvæði. Þótt flokkur borgarstjórans mælist varla í skoðanakönnunum um þessar mundir þá veljum við okkur ekki leiðtoga í skoðanakönnunum heldur kosningum. Ekkert af því sem einkennt hefur umræðuna skiptir m. ö. o. neinu máli. Það eru málefnin sem skipta máli og ég verð að viðurkenna að ég saup hveljur þegar ég heyrði málefnasamning nýrrar borgarstjórnar. Kaupa á húsin við Laugaveg, hvað sem þau kosta, að því er virðist í þeim tilgangi einum að „varðveita 19. aldar götumynd". Er það þá stefna Sjálfstæðisflokksins að borgin eigi að vera í þeim bisnes að kaupa gömul hús, gera þau upp og selja eða leigja? Öðruvísi mér áður brá. Að auki er helsta kosningamál borgarstjórans í höfn: Flugvöllurinn skal vera í Vatnsmýrinni áfram. Það þýðir að hundsa á lýðræðislega fram kominn vilja Reykvíkinga og svíkja skuldbindingar fyrri borgarstjórnar um að lúta honum. Það er hið alvarlega í málinu, ekki heilsufar borgarstjórans, fylgi eða meint sinnaskipti þess samkvæmt könnunum. Það er þarna sem manni finnst leikreglur lýðræðisins brotnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Borgarstjórinn í Reykjavík er með læknisvottorð upp á að hann ráði við starfið sem hann gegnir. Ég veit ekki til þess að aðrir borgarfulltrúar geti státað af því. Reyndar stórefa ég að þeir, sem létu tilfinningarnar hlaupa með sig í verstu gönurnar úr ræðustól borgarstjórnar í kjölfar þeirra sviptinga sem þar áttu sér stað fyrir hundraðogeitthvað dögum, gætu allir harkað slíkt vottorð út úr samviskusömum lækni. Borgarstjórinn er með lítið fylgi. Leikreglur lýðræðisins leyfa að litlir flokkar lendi í oddaaðstöðu sem gerir fulltrúum þeirra kleift að komast í meiri valdastöður en fylgið gefur augljóst tilefni til, eins og mýmörg dæmi eru um í ríkisstjórnum. Slíkir menn hafa oft gegnt störfum sínum með sóma og verið farsælir í embætti. Heyrst hefur að kjósendur borgarstjórans hafi alls ekki verið að kjósa hann heldur einhvern annan, gott ef ekki einhvern allt annan flokk sem var ekki einu sinni í framboði. Auðvitað er sú umræða út í hött. Ég veit hvorki til þess að kjósendur borgarstjórans hafi strikað hann út í meiri mæli en eðlilegt getur talist né að þeir hafi verið inntir á marktækan hátt eftir forsendum sínum fyrir því hvernig þeir greiddu atkvæði. Þótt flokkur borgarstjórans mælist varla í skoðanakönnunum um þessar mundir þá veljum við okkur ekki leiðtoga í skoðanakönnunum heldur kosningum. Ekkert af því sem einkennt hefur umræðuna skiptir m. ö. o. neinu máli. Það eru málefnin sem skipta máli og ég verð að viðurkenna að ég saup hveljur þegar ég heyrði málefnasamning nýrrar borgarstjórnar. Kaupa á húsin við Laugaveg, hvað sem þau kosta, að því er virðist í þeim tilgangi einum að „varðveita 19. aldar götumynd". Er það þá stefna Sjálfstæðisflokksins að borgin eigi að vera í þeim bisnes að kaupa gömul hús, gera þau upp og selja eða leigja? Öðruvísi mér áður brá. Að auki er helsta kosningamál borgarstjórans í höfn: Flugvöllurinn skal vera í Vatnsmýrinni áfram. Það þýðir að hundsa á lýðræðislega fram kominn vilja Reykvíkinga og svíkja skuldbindingar fyrri borgarstjórnar um að lúta honum. Það er hið alvarlega í málinu, ekki heilsufar borgarstjórans, fylgi eða meint sinnaskipti þess samkvæmt könnunum. Það er þarna sem manni finnst leikreglur lýðræðisins brotnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun