Gamlir draumar rætast 3. febrúar 2008 00:01 Tölvuleikir Guitar Hero 3: Legends of Rock Playstation 3, Xbox 360 og Nintendo Wii. PEGI Merkingar: 12+ og í leiknum er ljótt orðbragð í sumum lögunum. Upplýsingar um PEGI-aldursmerkingar má finna á www.pegi.info eða www.smais.is. HHHH Draumaleikur fyrir allar loftgítarhetjurnar. Guitar Hero er tónlistarleikur þar sem spilarinn slær nótur sem birtast á skjánum í takt við tónlistina. Með leiknum fylgir Les Paul Gibson gítar sem er eftirlíking af gítar sem margir frægir rokkarar nota. Hve vel þér gengur fer líklega eftir hversu taktfastur þú ert. Tónlist leiksins er fjölbreytt og spannar marga áratugi af tónlist, þar eru lög eins og Barracuda með Heart frá 1977, Paint it Black með Rolling Stones, til nýrri laga með Kaiser Chiefs, Weezer, Tenacious D, AFI, Muse ofl. Finna má eitthvað fyrir alla, gamalt og nýtt. Flest öll lögin eru sungin og flutt af upprunalegum flytjendum, hin eru „cover“-lög. Þegar maður er kominn með nóg af tónlistinni í leiknum er hægt að fara á netið í gegnum Playstation 3 og Xbox 360 og kaupa ný lög til að spila. Dæmi um nýleg lög sem eru komin út eru lagapakkar með Foo Fighters og Velvet Revolver ásamt Halo-lagi fyrir Xbox 360 eigendur sem er hægt að niðurhala gjaldfrjálst. Leikurinn er bestur þegar fleiri en einn spilari koma saman, hvort sem það er í sófanum eða í gegnum netið. Fátt jafnast á við að taka One með Metallica í sófanum með besta vininum og upplifa fermingaraldurinn á ný. Leikur eins og Guitar Hero 3 krefst æfingar, alveg eins og á raunverulegum gítar. Því meira sem þú leggur í leikinn, þeim mun meira færðu út úr honum. Þegar maður er að byrja er oft erfitt að ná að klára lögin í Easy eða Medium stillingunum, nokkrum vikum síðar tekur maður gítarsólóin eins og Slash. Ef þú hefur einhvern tímann legið uppi í rúmi spilandi loftgítar í hörkugítarsólói með Iron Maiden og dreymt um að vera rokkstjarna þá er Guitar Hero 3 eitthvað fyrir þig. Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Guitar Hero er tónlistarleikur þar sem spilarinn slær nótur sem birtast á skjánum í takt við tónlistina. Með leiknum fylgir Les Paul Gibson gítar sem er eftirlíking af gítar sem margir frægir rokkarar nota. Hve vel þér gengur fer líklega eftir hversu taktfastur þú ert. Tónlist leiksins er fjölbreytt og spannar marga áratugi af tónlist, þar eru lög eins og Barracuda með Heart frá 1977, Paint it Black með Rolling Stones, til nýrri laga með Kaiser Chiefs, Weezer, Tenacious D, AFI, Muse ofl. Finna má eitthvað fyrir alla, gamalt og nýtt. Flest öll lögin eru sungin og flutt af upprunalegum flytjendum, hin eru „cover“-lög. Þegar maður er kominn með nóg af tónlistinni í leiknum er hægt að fara á netið í gegnum Playstation 3 og Xbox 360 og kaupa ný lög til að spila. Dæmi um nýleg lög sem eru komin út eru lagapakkar með Foo Fighters og Velvet Revolver ásamt Halo-lagi fyrir Xbox 360 eigendur sem er hægt að niðurhala gjaldfrjálst. Leikurinn er bestur þegar fleiri en einn spilari koma saman, hvort sem það er í sófanum eða í gegnum netið. Fátt jafnast á við að taka One með Metallica í sófanum með besta vininum og upplifa fermingaraldurinn á ný. Leikur eins og Guitar Hero 3 krefst æfingar, alveg eins og á raunverulegum gítar. Því meira sem þú leggur í leikinn, þeim mun meira færðu út úr honum. Þegar maður er að byrja er oft erfitt að ná að klára lögin í Easy eða Medium stillingunum, nokkrum vikum síðar tekur maður gítarsólóin eins og Slash. Ef þú hefur einhvern tímann legið uppi í rúmi spilandi loftgítar í hörkugítarsólói með Iron Maiden og dreymt um að vera rokkstjarna þá er Guitar Hero 3 eitthvað fyrir þig. Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira