Euro-nördar gráta Haffa Haff 13. febrúar 2008 04:00 Haffi Haff er til í meira popp en nennir engu hálfkáki. Eurovision-nördar hafa látið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. „Hversu heimskir eru Íslendingar??? Það hefði verið séns að þeir ynnu Eurovision með Haffa Haff... þeir vilja augljóslega ekki vinna þessa keppni.“ Þetta skrifar „Omen2008“ á spjallsíðu Eurovision-nörda. Þar eru nánast allir sammála um að Ísland hafi gert stór mistök með því að kjósa ekki lag Svölu Björgvins sem Haffi söng, The Wiggle Wiggle Song, áfram í úrslitaþáttinn. „Þetta hljóta að vera mistök. Haffi Haff var bestur,“ skrifar „Plople“ og „Enginn Haffi? Er ykkur alvara? Þarna fór uppáhaldið mitt,“ skrifar „Jonngait“. „Já, er fólk að skrifa þetta?“ spyr Haffi, nokkuð uppveðraður. „Ég var nú alveg búinn að búa mig undir að detta út enda var ég viss um að Ho ho ho færi áfram og ég vissi líka að Ragnheiður Gröndal er vinsæl. Svo það er langt frá því að ég sé bitur og sár. Það hefði auðvitað verið gaman að fara áfram því ég hefði getað gert enn geðveikara atriði næst.“ Haffi, sem hafði aldrei sungið opinberlega fyrr, getur ekki verið annað en ánægður með viðtökurnar þótt hann hafi dottið út. „Þetta er rosaleg kynning fyrir mig og ég er stoltur af laginu og atriðinu. Kannski var þetta bara allt of mikið fyrir Ísland núna – alltof mikið „búmm!“ En ég er mjög upp með mér með viðtökurnar.“ Förðun er aðalstarf Haffa. Hann sér til dæmis um meikið í Bandinu hans Bubba. „Ég fékkst við listsköpun á yngri árum og væri mjög til í að pæla betur í því. Til dæmis að mála olíumyndir.“ Og Haffi er vitanlega til í meiri músik. „You better believe it,“ segir hann. „Ef einhver vill gera eitthvað sniðugt þá er bara að hafa samband. En ég nenni engu smádæmi. Það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði. Ég er bara þannig gaur.“ Þótt Euro-nördar gráti Haffa kemur maður í manns stað. Almenn ánægja virðist ríkja með Eurobandið, en hún er reyndar ekki einróma, og öll önnur lög fá líka jákvæða umsögn nördanna. Það virðist þó enn von fyrir Ísland þótt Haffi sé úr leik. En með hverjum skyldi Haffi halda? „Ég fíla Friðrik Ómar vin minn og finnst alveg kominn tími til að hann fari í Eurovision. Hann er í þessu alveg hundrað prósent, af öllu hjarta. Alveg eins og ég var. Ég sagði honum stundum hversu rosalega stoltur ég væri af því að taka þátt í sömu keppni og hann. Og hann sagði bara: „Æi, þegiðu maður!““ gunnarh@frettabladid.is Eurovision Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Eurovision-nördar hafa látið í ljós óánægju sína með að Haffi Haff komst ekki áfram um síðustu helgi. „Hversu heimskir eru Íslendingar??? Það hefði verið séns að þeir ynnu Eurovision með Haffa Haff... þeir vilja augljóslega ekki vinna þessa keppni.“ Þetta skrifar „Omen2008“ á spjallsíðu Eurovision-nörda. Þar eru nánast allir sammála um að Ísland hafi gert stór mistök með því að kjósa ekki lag Svölu Björgvins sem Haffi söng, The Wiggle Wiggle Song, áfram í úrslitaþáttinn. „Þetta hljóta að vera mistök. Haffi Haff var bestur,“ skrifar „Plople“ og „Enginn Haffi? Er ykkur alvara? Þarna fór uppáhaldið mitt,“ skrifar „Jonngait“. „Já, er fólk að skrifa þetta?“ spyr Haffi, nokkuð uppveðraður. „Ég var nú alveg búinn að búa mig undir að detta út enda var ég viss um að Ho ho ho færi áfram og ég vissi líka að Ragnheiður Gröndal er vinsæl. Svo það er langt frá því að ég sé bitur og sár. Það hefði auðvitað verið gaman að fara áfram því ég hefði getað gert enn geðveikara atriði næst.“ Haffi, sem hafði aldrei sungið opinberlega fyrr, getur ekki verið annað en ánægður með viðtökurnar þótt hann hafi dottið út. „Þetta er rosaleg kynning fyrir mig og ég er stoltur af laginu og atriðinu. Kannski var þetta bara allt of mikið fyrir Ísland núna – alltof mikið „búmm!“ En ég er mjög upp með mér með viðtökurnar.“ Förðun er aðalstarf Haffa. Hann sér til dæmis um meikið í Bandinu hans Bubba. „Ég fékkst við listsköpun á yngri árum og væri mjög til í að pæla betur í því. Til dæmis að mála olíumyndir.“ Og Haffi er vitanlega til í meiri músik. „You better believe it,“ segir hann. „Ef einhver vill gera eitthvað sniðugt þá er bara að hafa samband. En ég nenni engu smádæmi. Það er annaðhvort heimsyfirráð eða dauði. Ég er bara þannig gaur.“ Þótt Euro-nördar gráti Haffa kemur maður í manns stað. Almenn ánægja virðist ríkja með Eurobandið, en hún er reyndar ekki einróma, og öll önnur lög fá líka jákvæða umsögn nördanna. Það virðist þó enn von fyrir Ísland þótt Haffi sé úr leik. En með hverjum skyldi Haffi halda? „Ég fíla Friðrik Ómar vin minn og finnst alveg kominn tími til að hann fari í Eurovision. Hann er í þessu alveg hundrað prósent, af öllu hjarta. Alveg eins og ég var. Ég sagði honum stundum hversu rosalega stoltur ég væri af því að taka þátt í sömu keppni og hann. Og hann sagði bara: „Æi, þegiðu maður!““ gunnarh@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira