Örvhentir og blindir fagna breytingum 27. febrúar 2008 06:00 Björg Magnúsdóttir nýkjörinn formaður Stúdentaráðs fagnar þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Háskólabíói. fréttablaðið/stefán Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira