Arnaldur besti rithöfundurinn Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2008 06:00 Tæp 40 prósent telja hann besta núlifandi rithöfund landsins. Vísir/Valli „Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur. Í könnun Fréttablaðsins sem gerð var 23. febrúar var einfaldlega spurt: „Hvern telur þú vera besta núlifandi rithöfund landsins?“ Hringt var í 800 manns á kosningaaldri sem skiptist jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Svarhlutfall var 62 prósent og niðurstaðan er afgerandi. Arnaldur nýtur fáheyrðra yfirburða en alls nefndu 38,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku Arnald sem besta rithöfund þjóðarinnar. Vinsældir hans deilast nokkuð jafnt sé litið til þess hvaða stjórnmálaflokka svarendur styðja. En heldur á hann meira inni hjá konum en körlum því tæp 42 prósent kvenna nefna Arnald en um 35 prósent karla. Næstur í röðinni er Einar Már Guðmundsson en hann nefna 7,7 prósent. Í þriðja sæti kemur svo Einar Kárason með 6,3 prósent. Mun fleiri karlar telja Einar Kárason bestan eða tíu prósent aðspurða en aðeins tvö prósent kvenna. „Ég hef fundið þennan stuðning í gegnum árin og er afskaplega glaður með hann. Ég hef alltaf sagst vera að skrifa fyrir íslenska lesendur fyrst og fremst. Og þeir hafa alltaf sýnt mér mikla virðingu,“ segir Arnaldur sem nú vinnur að næstu bók í seríunni um Erlend lögregluforingja. Arnaldur sendi frá sér bók um Erlend fyrir síðustu jól, Harðskafa, sem hlaut gríðarlega góðar viðtökur. Seldist bókin hátt í á 30 þúsund eintök. Sé könnunin skoðuð nánar virðist sem almenningur gefi lítið fyrir álit bókmenntaelítunnar, ef svo má að orði komast, og standi með sér og smekk sínum. Þannig vermir Sigurður Pálsson, sem sæmdur var Íslensku bókmenntaverðlaununum í síðasta mánuði, neðsta sætið ásamt reyndar fleiri höfundum með 0,2 prósent. Harðskafi var ekki svo mikið sem tilnefndur. Eini höfundurinn sem tilnefndur var til verðlaunanna og nýtur jafnframt þeirrar virðingar meðal almennings að komast á topp tíu lista er Vigdís Grímsdóttir. Nánar verður greint frá könnuninni í helgarblaði Fréttablaðsins.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“