Þarf einhver að deyja? Jón Kaldal skrifar 5. mars 2008 08:00 Tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að læknar hættu að manna neyðarbíl Landspítalans og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þegar þjónustunni var breytt í ársbyrjun höfðu læknar verið fastir meðlimir í áhöfn neyðarbílsins í rúmlega aldarfjórðung og var árangurinn af því fyrirkomulagi óumdeildur. Hundrað prósent fleiri lifðu af hjartastopp eftir að læknarnir bættust í útkallshópinn og hlutfall endurlífgana sjúklinga var með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þegar breyta á því sem vel er gert í opinberri þjónustu gera örugglega fleiri en sá sem hér skrifar ráð fyrir að markmiðið sé að gera enn betur. Því var þó ekki að heilsa með tilfæringum stjórnenda Landspítalans með neyðarbílinn, eins og Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, viðurkenndi reyndar þegar tilkynnt var um breytingarnar. „Auðvitað bætir þetta ekki þjónustuna, það segir sig sjálft," sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið um miðjan desember. Enda var markmið Magnúsar ekki bætt þjónusta heldur niðurskurður og sparnaður. Breytingarnar komu svo til framkvæmda þótt Læknafélagið, Félag unglækna og allir sérfræðingar landsins í slysa- og bráðalækningum segðu þær skref aftur á bak. Reyndar þarf ekki sérstakan sérfræðing til þess að átta sig á því að það hlýtur að vera betra að læknir sé í slökkvistöðinni í Skógarhlíð þar sem neyðarbíllinn er, frekar en að neyðarbíllinn þurfi að koma við á slysadeildinni í Fossvogi og sækja lækni á leið í útkallið, eins og núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að í nokkrum tilvikum, eftir að þjónustunni var breytt, hefur ekki tekist að senda lækni með neyðarbílnum þótt hans hafi verið óskað. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni. Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans, bendir á að erfitt geti verið að meta hvort viðvera læknis ráði úrslitum um líf eða dauða í útköllum neyðarbílsins. Það liggur þó í augum uppi að við slíkar aðstæður hlýtur sjúklingurinn að eiga að njóta vafans og læknir að vera með í för. Bjarni Þór er einmitt á þeirri skoðun, sem og allir kollegar hans, deildarlæknar á slysa- og bráðasviði spítalans. Í frétt blaðsins í dag segir Bjarni Þór að yfirstjórn Landspítalans sé að átta sig á því að mistök hafi verið gerð með breytingunum í janúar. Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, tekur hins vegar ekki undir það og segir í samtali við Fréttablaðið að nokkra mánuði þurfi til að meta reynsluna af breytingunum. Tilraunadýrin á þeim tíma verða til dæmis þeir sem verða fyrir þeirri ógæfu að fá hjartaáfall og þurfa á þjónustu neyðarbílsins að halda. Allt vegna fyrirætlana um sparnað upp á tæpar þrjátíu milljónir króna á ári. Það er ótrúlegt að stjórnendur Landspítalans leggi í þessar æfingar fyrir ekki hærri upphæð, þvert á ráðleggingar meirihluta sérfræðinga. Er íslenskt heilbrigðiskerfi virkilega svona hart keyrt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að læknar hættu að manna neyðarbíl Landspítalans og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þegar þjónustunni var breytt í ársbyrjun höfðu læknar verið fastir meðlimir í áhöfn neyðarbílsins í rúmlega aldarfjórðung og var árangurinn af því fyrirkomulagi óumdeildur. Hundrað prósent fleiri lifðu af hjartastopp eftir að læknarnir bættust í útkallshópinn og hlutfall endurlífgana sjúklinga var með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þegar breyta á því sem vel er gert í opinberri þjónustu gera örugglega fleiri en sá sem hér skrifar ráð fyrir að markmiðið sé að gera enn betur. Því var þó ekki að heilsa með tilfæringum stjórnenda Landspítalans með neyðarbílinn, eins og Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, viðurkenndi reyndar þegar tilkynnt var um breytingarnar. „Auðvitað bætir þetta ekki þjónustuna, það segir sig sjálft," sagði Magnús í samtali við Fréttablaðið um miðjan desember. Enda var markmið Magnúsar ekki bætt þjónusta heldur niðurskurður og sparnaður. Breytingarnar komu svo til framkvæmda þótt Læknafélagið, Félag unglækna og allir sérfræðingar landsins í slysa- og bráðalækningum segðu þær skref aftur á bak. Reyndar þarf ekki sérstakan sérfræðing til þess að átta sig á því að það hlýtur að vera betra að læknir sé í slökkvistöðinni í Skógarhlíð þar sem neyðarbíllinn er, frekar en að neyðarbíllinn þurfi að koma við á slysadeildinni í Fossvogi og sækja lækni á leið í útkallið, eins og núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að í nokkrum tilvikum, eftir að þjónustunni var breytt, hefur ekki tekist að senda lækni með neyðarbílnum þótt hans hafi verið óskað. Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni. Bjarni Þór Eyvindsson, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans, bendir á að erfitt geti verið að meta hvort viðvera læknis ráði úrslitum um líf eða dauða í útköllum neyðarbílsins. Það liggur þó í augum uppi að við slíkar aðstæður hlýtur sjúklingurinn að eiga að njóta vafans og læknir að vera með í för. Bjarni Þór er einmitt á þeirri skoðun, sem og allir kollegar hans, deildarlæknar á slysa- og bráðasviði spítalans. Í frétt blaðsins í dag segir Bjarni Þór að yfirstjórn Landspítalans sé að átta sig á því að mistök hafi verið gerð með breytingunum í janúar. Magnús Pétursson, forstjóri spítalans, tekur hins vegar ekki undir það og segir í samtali við Fréttablaðið að nokkra mánuði þurfi til að meta reynsluna af breytingunum. Tilraunadýrin á þeim tíma verða til dæmis þeir sem verða fyrir þeirri ógæfu að fá hjartaáfall og þurfa á þjónustu neyðarbílsins að halda. Allt vegna fyrirætlana um sparnað upp á tæpar þrjátíu milljónir króna á ári. Það er ótrúlegt að stjórnendur Landspítalans leggi í þessar æfingar fyrir ekki hærri upphæð, þvert á ráðleggingar meirihluta sérfræðinga. Er íslenskt heilbrigðiskerfi virkilega svona hart keyrt?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun