Andfélagslegur og kynlaus 30. október 2008 04:00 Fyrsta plata hljómsveitar Steina, Human Comfort, er komin út. „Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa," segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó" hans sem syngur á plötunni. Tólf lög eru á henni, þar af fjögur sem komu út á fyrstu plötu Steina sem kom út í fyrra. Fyrr á árinu vann hljómsveitin keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stóð fyrir og í framhaldinu varð þessi nýja plata að veruleika. „Þetta byrjaði sem einstaklingsverkefni þegar ég gerði demó fyrir tveimur árum. Núna hafa tveir bæst við hljómsveitina, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og Pétur Sigurðsson bassaleikari. „Ég er með stórkostlega tónlistarmenn með mér," segir Þorsteinn, sem er undir áhrifum frá sjötta áratugnum í tónlist sinni. „Eddie Cochran og Alice Cooper, þetta er blanda af þeim tveimur. Alice Cooper útlitslega og Eddie Cochran tónlistarlega." Útgáfutónleikar með Steina eru fyrirhugaðir á næstunni og þar verður sýnd heimildarmynd um sveitina sem Þorsteinn bjó til í Kvikmyndaskóla Íslands. Einnig hefur Þorsteinn gert nokkur myndbönd með sveitinni sem hægt er að skoða á Youtube. - fb
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira