Fjórar endurútgáfur af Ten 12. desember 2008 06:00 Fyrsta plata rokkaranna í Pearl Jam, tímamótaverkið Ten, verður endurútgefin í mars á næsta ári. Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spenntir eftir þessum útgáfum. Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn hefur að geyma upprunalegu plötuna en hljómgæðin eru meiri en áður og á síðari disknum er platan bæði endurhljóðblönduð af upptökustjóranum Brendan O"Brien og hljómgæðin meiri. Á disknum eru einnig sex aukalög: Brother, Just A Girl, State of Love and Trust, Breath and Scream, 2000 Mile Blues og Evil Little Goat. Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe Edition. Á henni er allt sem er á Legacy Edition auk DVD-mynddisks með órafmögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collection. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar nema hvað engin aukalög fylgja með og hún er vitaskuld á vínil. Stærsta útgáfan af öllum, Super Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu 1992 sem voru teknir upp í Seattle, heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með eintak af Momma-Son, upprunalegri demó-kassettu með lögunum Alice, Once og Footsteps. Að auki fylgir með bók með textum söngvarans Eddie Vedders, ljósmyndum og fleiri varningi. Þessar endurútgáfur eru upphafið að fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið 2011. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum mismunandi útgáfum 24. mars á næsta ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur hún skipað sér sess sem ein sú besta í rokksögunni og bíða því margir spenntir eftir þessum útgáfum. Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn hefur að geyma upprunalegu plötuna en hljómgæðin eru meiri en áður og á síðari disknum er platan bæði endurhljóðblönduð af upptökustjóranum Brendan O"Brien og hljómgæðin meiri. Á disknum eru einnig sex aukalög: Brother, Just A Girl, State of Love and Trust, Breath and Scream, 2000 Mile Blues og Evil Little Goat. Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe Edition. Á henni er allt sem er á Legacy Edition auk DVD-mynddisks með órafmögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður verið gefnir út. Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collection. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar nema hvað engin aukalög fylgja með og hún er vitaskuld á vínil. Stærsta útgáfan af öllum, Super Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu 1992 sem voru teknir upp í Seattle, heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með eintak af Momma-Son, upprunalegri demó-kassettu með lögunum Alice, Once og Footsteps. Að auki fylgir með bók með textum söngvarans Eddie Vedders, ljósmyndum og fleiri varningi. Þessar endurútgáfur eru upphafið að fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið 2011.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira