Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman 14. júlí 2008 02:45 Vignir Rafn Valþórsson og leikhópurinn Vér morðingjar takast á við Shakespeare í haust. MYND/vilhelm Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira