Langar að gefa út aðra plötu 23. október 2008 04:00 Ólafía Hrönn myndi vilja hvíla sig á leiklistinni og sinna söngnum alfarið. Hún semur tónlist og langar að gefa út aðra plötu. fréttablaðið/Stefán „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira