Tveir módernistar 2. október 2008 04:00 Með áhrifameiri íslenskum myndlistarmönnum. Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru safnstjórar þessara safna, þær Auður A. Ólafsdóttir og Birgitta Spur, jafnframt sýningarstjórar sýningarinnar í Hafnarborg. Að sögn Birgittu var hvatinn að baki sýningunni hundrað ára fæðingarafmæli Sigurjóns nú í ár. „Okkur langaði til að heiðra þessi tímamót með einhverjum hætti. Þeir Sigurjón og Þorvaldur voru svo gott sem jafnaldra og sýndu mikið saman á sínum tíma, bæði hér heima og í Danmörku, og því þótti okkur upplagt að efna til enn einnar samsýningar þeirra." Eins og íslenskt listaáhugafólk veit voru þeir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Þorvaldur Skúlason listmálari í hópi framsæknustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfsferli sínum beindu þeir nýjum módernískum straumum inn í íslenska myndlist á 20. öld. Það kemur því vart á óvart að sýningarstjórarnir höfðu módernískar forsendur að leiðarljósi við val verka á sýninguna. „Það er afar áhugavert að skoða framlag þeirra Sigurjóns og Þorvalds til módernískrar listar hér á landi," segir Birgitta. „Þeir höfðu um margt svipaða nálgun og svipaðan bakgrunn, unnu til að mynda báðir með klassíska myndbyggingu og svipuð minni koma ítrekað fyrir í verkum þeirra, til að mynda sjómennskan. En verk þeirra eru þó jafnframt afar ólík; það er meira sprell í verkum Þorvaldar og hann hreyfir sig frjálslegar á milli efna og mótíva en Sigurjón." Á meðal verka á sýningunni eru sannkölluð lykilverk frá ferlum listamannanna tveggja en jafnframt kennir nýrra grasa. Þannig koma á sýningunni í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir um eitt hundrað vinnuteikningar eftir Þorvald. Birgitta segir sérlega ánægjulegt að geta sett saman sýningu sem býður gestum upp á að upplifa samtal á milli verka þeirra Sigurjóns og Þorvalds, ekki síst þar sem áhrifa þeirra gætir enn víða í myndlist í dag. „Ég sé áhrif Sigurjóns enn þann dag í dag, til að mynda þegar listamenn prófa sig áfram með að vinna í við og önnur efni sem hann notaði gjarnan. Það sama mætti segja um Þorvald og verk hans, auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að kenna og útskýra og hefur því vafalaust opnað augu margra fyrir nútímalist." Sýningin Tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg á laugardag kl. 15 og stendur til 9. nóvember. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru safnstjórar þessara safna, þær Auður A. Ólafsdóttir og Birgitta Spur, jafnframt sýningarstjórar sýningarinnar í Hafnarborg. Að sögn Birgittu var hvatinn að baki sýningunni hundrað ára fæðingarafmæli Sigurjóns nú í ár. „Okkur langaði til að heiðra þessi tímamót með einhverjum hætti. Þeir Sigurjón og Þorvaldur voru svo gott sem jafnaldra og sýndu mikið saman á sínum tíma, bæði hér heima og í Danmörku, og því þótti okkur upplagt að efna til enn einnar samsýningar þeirra." Eins og íslenskt listaáhugafólk veit voru þeir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Þorvaldur Skúlason listmálari í hópi framsæknustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfsferli sínum beindu þeir nýjum módernískum straumum inn í íslenska myndlist á 20. öld. Það kemur því vart á óvart að sýningarstjórarnir höfðu módernískar forsendur að leiðarljósi við val verka á sýninguna. „Það er afar áhugavert að skoða framlag þeirra Sigurjóns og Þorvalds til módernískrar listar hér á landi," segir Birgitta. „Þeir höfðu um margt svipaða nálgun og svipaðan bakgrunn, unnu til að mynda báðir með klassíska myndbyggingu og svipuð minni koma ítrekað fyrir í verkum þeirra, til að mynda sjómennskan. En verk þeirra eru þó jafnframt afar ólík; það er meira sprell í verkum Þorvaldar og hann hreyfir sig frjálslegar á milli efna og mótíva en Sigurjón." Á meðal verka á sýningunni eru sannkölluð lykilverk frá ferlum listamannanna tveggja en jafnframt kennir nýrra grasa. Þannig koma á sýningunni í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir um eitt hundrað vinnuteikningar eftir Þorvald. Birgitta segir sérlega ánægjulegt að geta sett saman sýningu sem býður gestum upp á að upplifa samtal á milli verka þeirra Sigurjóns og Þorvalds, ekki síst þar sem áhrifa þeirra gætir enn víða í myndlist í dag. „Ég sé áhrif Sigurjóns enn þann dag í dag, til að mynda þegar listamenn prófa sig áfram með að vinna í við og önnur efni sem hann notaði gjarnan. Það sama mætti segja um Þorvald og verk hans, auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að kenna og útskýra og hefur því vafalaust opnað augu margra fyrir nútímalist." Sýningin Tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg á laugardag kl. 15 og stendur til 9. nóvember. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira