Kristján syngur með Sinfó 27. október 2008 15:48 Kristján Jóhannsson syngur með Sinfó. Þó svo að Japansferð Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi verið aflýst eins og fram hefur komið er engan bilbug að finna á hljómsveitinni. Nú hefur verið sett saman metnaðarfull verkefnaskrá fyrir næstu vikur þar sem hljómsveitin verður á faraldsfæti um höfuðborgarsvæðið og víðar. Tveir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar syngja og leika með hljómsveitinni á þessum tónleikum og stjórnandi verður Petri Sakari. Heimsóknir í verslunarmiðstöðvar Veislan hefst þriðjudaginn 28. október. Þá mun hljómveitin heimsækja Kringluna og Smáralind og leika fyrir gesti og gangandi kl. 16.30. Einnig munu blásarar sveitarinnar leika í verslun IKEA í Garðabæ kl. 12. Efnisskráin á þessum viðburðum verður létt og skemmtileg og og veitir starfsfólki og viðskipavinum kjörið tilefni til að gleyma hversdagsamstrinu um stund. Kristján Jóhannsson í Háskólabíói Laugardaginn 1. nóvember kl. 17 er síðan komið að stórtónleikum í Háskólabíói. Þar leiða saman hesta sína hljómsveitin og stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Það eru átta ár síðan Kristján söng síðast með hljómsveitinni og því kærkomið tækifæri til að njóta listar stórsöngvarans, sem vitaskuld er óþarfi að kynna frekar. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. AUk þess verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Miðaverð á þessa tónleika verður aðeins 1.000 kr. Tónleikaferð norður og austur Strax eftir helgina heldur hljómsveitin í tónleikaferð, þó leiðin verði ekki eins löng og áður var gert ráð fyrir. þriðjudaginn 4. nóvember verður hljómsveitin ásamt Kristjáni Jóhannssyni á Akureyri og leikur sömu efnisskrá og á tónleikunum í Háskólabíói í íþróttahúsi Síðuskóla. Líkt og í Háskólabíói verður miðaverð á tónleikana á Akureyri aðeins 1.000 kr. Miðvikudaginn 5. nóvember er síðan röðin komin að Austfirðingum, en þá leikur hljómsveitin í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðarbyggðar á Eskifirði. Daginn eftir liggur leiðin síðan til Hafnar í Hornafirði. Á efnisskrá Austfjarðatónleikanna verða sinfónía Beethovens, forleikur Dvoráks og kafli úr Pétri Gaut. En fiðluleikari kemur í stað söngvarans. Þar fer engin önnur en fyrsti konsertmeistara hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, sem leikur einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og fyrsta kaflann úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum 16.október sl. og í fimm stjörnu dómi í Morgunblaðinu sagði Jónas Sen m.a. "Sigrún gæddi leik sinn sterkum tilfinningum og spilaði af ótrúlegum glæsileik". Aðgangur verður ókeypis á tónleikana á Eskifirði og Höfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníhljómsveit Íslands Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þó svo að Japansferð Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi verið aflýst eins og fram hefur komið er engan bilbug að finna á hljómsveitinni. Nú hefur verið sett saman metnaðarfull verkefnaskrá fyrir næstu vikur þar sem hljómsveitin verður á faraldsfæti um höfuðborgarsvæðið og víðar. Tveir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar syngja og leika með hljómsveitinni á þessum tónleikum og stjórnandi verður Petri Sakari. Heimsóknir í verslunarmiðstöðvar Veislan hefst þriðjudaginn 28. október. Þá mun hljómveitin heimsækja Kringluna og Smáralind og leika fyrir gesti og gangandi kl. 16.30. Einnig munu blásarar sveitarinnar leika í verslun IKEA í Garðabæ kl. 12. Efnisskráin á þessum viðburðum verður létt og skemmtileg og og veitir starfsfólki og viðskipavinum kjörið tilefni til að gleyma hversdagsamstrinu um stund. Kristján Jóhannsson í Háskólabíói Laugardaginn 1. nóvember kl. 17 er síðan komið að stórtónleikum í Háskólabíói. Þar leiða saman hesta sína hljómsveitin og stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Það eru átta ár síðan Kristján söng síðast með hljómsveitinni og því kærkomið tækifæri til að njóta listar stórsöngvarans, sem vitaskuld er óþarfi að kynna frekar. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. AUk þess verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Miðaverð á þessa tónleika verður aðeins 1.000 kr. Tónleikaferð norður og austur Strax eftir helgina heldur hljómsveitin í tónleikaferð, þó leiðin verði ekki eins löng og áður var gert ráð fyrir. þriðjudaginn 4. nóvember verður hljómsveitin ásamt Kristjáni Jóhannssyni á Akureyri og leikur sömu efnisskrá og á tónleikunum í Háskólabíói í íþróttahúsi Síðuskóla. Líkt og í Háskólabíói verður miðaverð á tónleikana á Akureyri aðeins 1.000 kr. Miðvikudaginn 5. nóvember er síðan röðin komin að Austfirðingum, en þá leikur hljómsveitin í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðarbyggðar á Eskifirði. Daginn eftir liggur leiðin síðan til Hafnar í Hornafirði. Á efnisskrá Austfjarðatónleikanna verða sinfónía Beethovens, forleikur Dvoráks og kafli úr Pétri Gaut. En fiðluleikari kemur í stað söngvarans. Þar fer engin önnur en fyrsti konsertmeistara hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, sem leikur einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og fyrsta kaflann úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum 16.október sl. og í fimm stjörnu dómi í Morgunblaðinu sagði Jónas Sen m.a. "Sigrún gæddi leik sinn sterkum tilfinningum og spilaði af ótrúlegum glæsileik". Aðgangur verður ókeypis á tónleikana á Eskifirði og Höfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sinfóníhljómsveit Íslands
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“