Færir Áströlum íslenska einangrun 24. ágúst 2008 03:30 Mystery „Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“