Jólatónleikar þrátt fyrir áföll 28. október 2008 05:00 Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppnuðust einstaklega vel. „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira