Minningar frá fyrri tíð 24. júlí 2008 06:00 Kristín G. Magnús í hinu nýja verki sem frumsýnt er í kvöld í Iðnó. Ferðaleikhúsið er elsta sjálfstæða fyrirtækið sem starfar hér á landi. Kristín G. Magnús stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Snorrasyni, sem nú er fallinn frá, Ferðaleikhúsið árið 1965 og hafði þá um nokkurra ára skeið haft stopult starf í Þjóðleikhúsinu. Hefur Ferðaleikhúsið síðan starfað samfleytt í 43 ár og að jafnaði staðið fyrir sýningarhaldi hér á landi auk þess sem Kristín hefur unnið að sviðsetningum erlendis. Kunnastar eru sýningar hennar fyrir ferðamenn, Light Nights, sem byrjuðu 1970. Í kvöld frumsýnir Ferðaleikhúsið nýtt verk eftir Kristínu, Visions from the past, í Iðnó. Kristín byggir nýja verkið á raunverulegum atburðum frá árunum 1936-1956, þegar höfundur var að alast upp sem barn og unglingur í Reykjavík. Atriðin eru ýmist leikin atriði eða sýnd með myndum og filmum sem ekki hafa sést hér áður. Höfundur fór í vor til Imperial War Museum í London og hafði þar uppi á gömlum myndum sem Bretar höfðu tekið hér á landi á ofangreindu tímabili. Ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fleiri aðilum eru einnig sýndar á milli leikatriða. Leikatriðin eru endurminningar, bæði gleði og sorgarstundir, sem höfundur upplifði. Þjóðtrúin/þjóðsögur blandast við tvö leikatriði. Leikendur eru þrír: Ólafur Þór Jóhannsson, Sandra Þórðardóttir og Kristín G. Magnús. Kristín leiddist út í leiklist eins og margar stöllur hennar, Brynja Benediktsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Bryndís Schram, eftir nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins undir stjórn Eric Bidsted. Hún stundaði framhaldsnám við Ballet Rambert og síðan leiknám við RADA. Hún starfaði um tíma í Englandi eftir nám og vann meðal annars í leiksmiðju Charles Morowitz. Heim komin starfaði hún með Grímu og lék í útvarpi og sjónvarpi, kenndi um skeið við leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikstýrði hér og í Bretlandi, meðal annars í Traversee-leikhúsinu í Edinborg og Unicorn-barnaleikhúsinu fræga í London. Sýningar á Visions from the past verða á sviði Iðnó næstu vikurnar.pbb@frettabladid.is Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ferðaleikhúsið er elsta sjálfstæða fyrirtækið sem starfar hér á landi. Kristín G. Magnús stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Snorrasyni, sem nú er fallinn frá, Ferðaleikhúsið árið 1965 og hafði þá um nokkurra ára skeið haft stopult starf í Þjóðleikhúsinu. Hefur Ferðaleikhúsið síðan starfað samfleytt í 43 ár og að jafnaði staðið fyrir sýningarhaldi hér á landi auk þess sem Kristín hefur unnið að sviðsetningum erlendis. Kunnastar eru sýningar hennar fyrir ferðamenn, Light Nights, sem byrjuðu 1970. Í kvöld frumsýnir Ferðaleikhúsið nýtt verk eftir Kristínu, Visions from the past, í Iðnó. Kristín byggir nýja verkið á raunverulegum atburðum frá árunum 1936-1956, þegar höfundur var að alast upp sem barn og unglingur í Reykjavík. Atriðin eru ýmist leikin atriði eða sýnd með myndum og filmum sem ekki hafa sést hér áður. Höfundur fór í vor til Imperial War Museum í London og hafði þar uppi á gömlum myndum sem Bretar höfðu tekið hér á landi á ofangreindu tímabili. Ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fleiri aðilum eru einnig sýndar á milli leikatriða. Leikatriðin eru endurminningar, bæði gleði og sorgarstundir, sem höfundur upplifði. Þjóðtrúin/þjóðsögur blandast við tvö leikatriði. Leikendur eru þrír: Ólafur Þór Jóhannsson, Sandra Þórðardóttir og Kristín G. Magnús. Kristín leiddist út í leiklist eins og margar stöllur hennar, Brynja Benediktsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Bryndís Schram, eftir nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins undir stjórn Eric Bidsted. Hún stundaði framhaldsnám við Ballet Rambert og síðan leiknám við RADA. Hún starfaði um tíma í Englandi eftir nám og vann meðal annars í leiksmiðju Charles Morowitz. Heim komin starfaði hún með Grímu og lék í útvarpi og sjónvarpi, kenndi um skeið við leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikstýrði hér og í Bretlandi, meðal annars í Traversee-leikhúsinu í Edinborg og Unicorn-barnaleikhúsinu fræga í London. Sýningar á Visions from the past verða á sviði Iðnó næstu vikurnar.pbb@frettabladid.is
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira