Arnaldur fær heilsíðu í TIME 4. desember 2008 04:00 Arnaldur Indriðason Heilsíðuumfjöllun um Arnald Indriðason og höfuðpersónu hans, rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson, er í nýjasta hefti TIME. Blaðamaðurinn Pete Gumbel telur Erlend vera arftaka útrásarvíkinganna. „Já, er þetta komið? Ég verð að fara niður í bókabúð og ná mér í eintak," segir Arnaldur þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Arnaldur hitti Gumbel fyrir skömmu og ber honum vel söguna. „Hann var búinn að lesa nánast allar bækurnar mínar og var mjög vel inni í þeim," útskýrir Arnaldur. Þrátt fyrir að Gumbel hafi aðallega skrifað um efnahagsmál fyrir TIME bar það umræðuefni ekki mikið á góma í spjalli þeirra Arnalds. „Nei, við ræddum aðallega um bækurnar mínar og hann hafði mikinn áhuga á Erlendi." Gumbel er þó ekki langt frá sínu áhugasviði í upphafi greinarinnar. Þar segir hann að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi borið uppi ímynd Íslands erlendis. Þeir hafi flogið heimshornanna á milli, keypt fyrirtæki og verið í sífelldri leit að nýjum tækifærum til að auðgast. Harkaleg brotlending þeirra í haust hafi opnað möguleikann fyrir nýjum arftaka sem gæti þó ekki verið ólíkari auðjöfrunum í fasi. Sá heitir Erlendur Sveinsson. „Hann er þumbaralegur, einrænn og tiltölulega óhamingjusamur maður sem er óánægður með þá stefnu sem nútíminn tók á Íslandi," skrifar Gumbel. Hann skautar síðan yfir feril Arnaldar í fáeinum orðum, minnist á alþjóðlega velgengni Mýrinnar eftir útgáfu hennar í Þýskalandi 2003 og svo kvikmyndaútgáfunnar eftir Baltasar Kormák sem framleiðendur í Hollywood hafi keypt endurgerðarréttinn af. Gumbel lýsir fyrstu kynnum sínum af Arnaldi og segir rithöfundinn vera hæglátan með há kollvik og skarti geðþekku brosi. Þeir Gumbel og Arnaldur ræða síðan um ástæður þess af hverju Erlendur njóti svona mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda. „Erlendur er hluti af þessari samfélagsbreytingu sem átti sér stað þegar Ísland fór frá því að vera frekar fátækt þjóðfélag yfir í þjóðfélag sem átti allt. Ég held að fólk samsami sig Erlendi vegna einmanaleika hans og mistaka," útskýrir Arnaldur. Gumbel skrifar að íslenski rithöfundurinn hafi rutt brautina í íslenskum bókmenntum. Áður en hann hafi komið til sögunnar hafi íslenskar bókmenntir einkennst af bókum Halldórs Laxness og Íslendingasögunum. Arnaldur segist í viðtalinu ekki eiga mikið sameiginlegt með Erlendi. Þeir eigi þó eitt sameiginlegt og það sé skoðun þeirra á íslensku samfélagi fyrir hrunið og eftir. „Þetta gerðist allt svo hratt að við náðum aldrei áttum. Fyrir tveimur og þremur kynslóðum síðan áttu Íslendingar ekki neitt en allt í einu áttum við allt," segir Arnaldur sem vonast til þess að efnahagsástandið leiði af sér einhverjar jákvæðar breytingar. „Ég vona að þetta eigi eftir að slökkva á þörfinni fyrir nýja bíla, peninga og hús. Ég vona að við hverfum aftur til upprunans," segir Arnaldur. Gumbel kveður með þeim orðum að ef það felist í að lesa um Erlend, verði svo að vera. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Heilsíðuumfjöllun um Arnald Indriðason og höfuðpersónu hans, rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson, er í nýjasta hefti TIME. Blaðamaðurinn Pete Gumbel telur Erlend vera arftaka útrásarvíkinganna. „Já, er þetta komið? Ég verð að fara niður í bókabúð og ná mér í eintak," segir Arnaldur þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. Arnaldur hitti Gumbel fyrir skömmu og ber honum vel söguna. „Hann var búinn að lesa nánast allar bækurnar mínar og var mjög vel inni í þeim," útskýrir Arnaldur. Þrátt fyrir að Gumbel hafi aðallega skrifað um efnahagsmál fyrir TIME bar það umræðuefni ekki mikið á góma í spjalli þeirra Arnalds. „Nei, við ræddum aðallega um bækurnar mínar og hann hafði mikinn áhuga á Erlendi." Gumbel er þó ekki langt frá sínu áhugasviði í upphafi greinarinnar. Þar segir hann að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi borið uppi ímynd Íslands erlendis. Þeir hafi flogið heimshornanna á milli, keypt fyrirtæki og verið í sífelldri leit að nýjum tækifærum til að auðgast. Harkaleg brotlending þeirra í haust hafi opnað möguleikann fyrir nýjum arftaka sem gæti þó ekki verið ólíkari auðjöfrunum í fasi. Sá heitir Erlendur Sveinsson. „Hann er þumbaralegur, einrænn og tiltölulega óhamingjusamur maður sem er óánægður með þá stefnu sem nútíminn tók á Íslandi," skrifar Gumbel. Hann skautar síðan yfir feril Arnaldar í fáeinum orðum, minnist á alþjóðlega velgengni Mýrinnar eftir útgáfu hennar í Þýskalandi 2003 og svo kvikmyndaútgáfunnar eftir Baltasar Kormák sem framleiðendur í Hollywood hafi keypt endurgerðarréttinn af. Gumbel lýsir fyrstu kynnum sínum af Arnaldi og segir rithöfundinn vera hæglátan með há kollvik og skarti geðþekku brosi. Þeir Gumbel og Arnaldur ræða síðan um ástæður þess af hverju Erlendur njóti svona mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda. „Erlendur er hluti af þessari samfélagsbreytingu sem átti sér stað þegar Ísland fór frá því að vera frekar fátækt þjóðfélag yfir í þjóðfélag sem átti allt. Ég held að fólk samsami sig Erlendi vegna einmanaleika hans og mistaka," útskýrir Arnaldur. Gumbel skrifar að íslenski rithöfundurinn hafi rutt brautina í íslenskum bókmenntum. Áður en hann hafi komið til sögunnar hafi íslenskar bókmenntir einkennst af bókum Halldórs Laxness og Íslendingasögunum. Arnaldur segist í viðtalinu ekki eiga mikið sameiginlegt með Erlendi. Þeir eigi þó eitt sameiginlegt og það sé skoðun þeirra á íslensku samfélagi fyrir hrunið og eftir. „Þetta gerðist allt svo hratt að við náðum aldrei áttum. Fyrir tveimur og þremur kynslóðum síðan áttu Íslendingar ekki neitt en allt í einu áttum við allt," segir Arnaldur sem vonast til þess að efnahagsástandið leiði af sér einhverjar jákvæðar breytingar. „Ég vona að þetta eigi eftir að slökkva á þörfinni fyrir nýja bíla, peninga og hús. Ég vona að við hverfum aftur til upprunans," segir Arnaldur. Gumbel kveður með þeim orðum að ef það felist í að lesa um Erlend, verði svo að vera.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira