Íslensk tónlist kynnt í LA 29. október 2008 04:00 Anna Hildur segir að umfjöllun tímaritsins Music Week um ráðstefnuna You Are in Control hafi komið skemmtilega á óvart. Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum. Kynningin verður haldin í tengslum við tónlistarráðstefnu sem verður haldin í Los Angeles. Lanette Phillips, sem sótti ráðstefnuna Are You in Control hér á landi á dögunum og er einn virtasti framleiðandi tónlistarmyndbanda í heiminum, skipuleggur kynninguna í samstarfi við Sigurjón Sighvatsson. Þar verður viðstatt áhrifamikið fólk sem sér um að velja tónlist í kvikmyndir og auglýsingar. „Þetta er ný aðferð hjá okkur í Iceland Music Export til að koma músík á framfæri," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Næsta verkefni er að byrja undirbúning og fjármögnun á þessu verkefni." You Are in Control fékk nýverið góða dóma og mikla umfjöllun í tímaritinu Music Week. „Það kom skemmtilega á óvart að Music Week skyldi gefa þessu svona mikla umfjöllun og gera þessu svona góð skil. Við höfum fengið alveg gífurlega góð viðbrögð bæði við hátíðinni [Iceland Airwaves] og ráðstefnunni," segir Anna Hildur. „Ég er mjög ánægð með að það skuli skila sér í svona miklum mæli í einhvers konar viðskiptum eða samskiptum við þetta fólk sem kom á ráðstefnuna. Það er bara vika síðan þetta er búið og það er allt á fullu úti um allt." - fb
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira