Förðunarbók vinsælust í Eyjum 7. desember 2008 06:00 Eyjamærin Anna Ester segist næstum því hafa klesst á þegar hún sá andlit sitt á stórri auglýsingu í strætóskýli. Hún er ánægð með þær góðu viðtökur sem bókin hefur fengið. „Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þegar fólk uppgötvaði þetta fór bókin að seljast rosalega vel," segir Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson í Vestmanneyjum, um bókina Förðun - þín stund. Þrátt fyrir vinsældir um allt land hefur bókin hlutfallslega selst best í Vestmanneyjum og má eflaust rekja þær vinsældir til Eyjameyjarinnar Önnu Esterar Óttarsdóttur sem prýðir forsíðuna. „Fólkið hérna var svolitla stund að átta sig á að þetta var Anna Ester sem var framan á bókinni og þegar maður fer til Reykjavíkur upplifir maður bara Sex and the city við að sjá hana í strætóskýlum borgarinnar," segir Erla og hlær, en Anna Ester var kjörin sumarstúlka Vestmanneyja 2007. „Þetta er bók sem hefur vantað á markaðinn lengi og verður án efa ein vinsælasta jólagjöfin til stelpna og kvenna á öllum aldri í Vestmanneyjum," bætir hún við og segist viss um að bækur verði ein aðalgjöfin í ár þar sem sala hafi aukist gífurlega. Anna Ester segir sér hafa brugðið töluvert þegar hún sá andlit sitt á stórum auglýsingum. „Mér brá svo fyrst þegar ég sá auglýsinguna í strætóskýli að ég var næsum því búin að klessa á, ég bjóst ekki við að þetta yrði svona stórt," segir Anna sem er nú búsett í Reykjavík og stundar nám í hársnyrtiiðn við Tækniskólann í Reykjavík. „Ég er gjarnan spurð hvort ég eigi dökkhærða systur því ég er ljóshærð í dag, en það eru margir búnir að hrósa myndinni og það er mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Anna. - ag
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira