Þjóðverjar veita hjálparhönd 14. nóvember 2008 09:00 Baldvin Esra Einarsson segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. Mynd/Heiða.is Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb
Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira