Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag 15. október 2008 07:00 Sigurður Flosason kemur fram á Háskólatónleikum í dag ásamt kvartetti sínum. Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“