Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag 15. október 2008 07:00 Sigurður Flosason kemur fram á Háskólatónleikum í dag ásamt kvartetti sínum. Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð. Nýju verkin eru fjögur talsins og segir Sigurður þau nokkuð ólík innbyrðis. „Oft er það þannig að maður er að semja tónlist með eitthvert tiltekið tilefni eða flytjanda í huga og þá myndast einhver sameiginlegur þráður sem tengir verkin í það og það skiptið. Þessi nýju lög eru aftur á móti öll samin meðfram öðrum verkefnum og því er lítið sem sameinar þau." Sigurður hefur annars í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að koma fram með sínum eigin kvartett sem og ýmsum öðrum hljómsveitum stendur hann einnig í tónlistarútgáfu. „Helsta verkefnið hjá mér um þessar mundir er að reyna að koma út diski þar sem ég leik einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Sigurður. „Upptökum er lokið, en verkefnið er reyndar í smá hléi núna vegna efnahagsástandsins. Það þarf náttúrulega að framleiða sjálfan diskinn erlendis og það er erfitt og dýrt í augnablikinu að koma framleiðslunni af stað. En við bíðum bara og sjáum hvað setur." Aðgangseyrir að tónleikunum er 1.000 krónur. Eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 kr., en aðgangur er ókeypis fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30.- vþ
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira