Óður Birtu til jarðarinnar 11. september 2008 04:00 Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira