Birgir Leifur Hafþórsson lauk í kvöld fyrsta hringnum á þremur höggum yfir pari og lék hann þar með á samtals 75 höggum.
Birgir Leifur gat einungis klárað fimmtán holur í morgun vegna þrumuveðurs en þá var komið kvöld í Ástralíu. Hann hóf kláraði því holurnar að morgni til ytra og hefur nú hafið keppni á öðrum keppnishring.
Þegar þetta er skrifað hefur Birgir Leifur klárað sjö holur á öðrum hring en hann hóf leik á tíundu holu.
Þar fékk hann fugl, rétt eins og á fyrsta hring en þrettánda holan reyndist honum aftur erfið. Í bæði skiptin hefur hann fengið þar skramba.
Hann fylgdi því svo eftir með því að fá tvo skolla og er því samtals á þremur yfir pari eftir fyrstu sjö holurnar og alls á sex höggum yfir pari.
Birgir Leifur á þremur yfir pari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
