Háskalegur skortur á forystu Jón Kaldal skrifar 13. ágúst 2008 08:00 Undanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætisráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki. Þetta er alvarleg gagnrýni. Stjórnendur sem skortir leiðtogahæfileika verða sjaldnast langlífir í starfi. Og örugglega ekki þegar þeir eiga að vera í forystu fyrir heila þjóð. Þeir sem hafa gripið til varnar fyrir forsætisráðherra benda á að hann gjaldi fyrir alþjóðlega niðursveiflu vegna hækkandi vöruverðs og hremminga á helstu fjármálamörkuðum heimsins. Hvorutveggja hitti þjóðina illa fyrir, en hann fái eðli málsins samkvæmt ekki ráðið við. Þetta er hárrétt. Hitt er annað mál að gjarnan kemur ekki í ljós hvort menn séu gæddir alvöru forystuhæfileikum fyrr en þeir lenda í mótvindi. Þá má greina sauðina frá höfrunum. Og viðbrögð forsætisráðherra við kúvendingu í efnahagsmálum landsins hafa ekki verið sannfærandi. Vissulega er hægt að hafa misjafnar skoðanir á ásökunum um meint aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs. Það er til dæmis fyllilega í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að gefa hagkerfinu kost á að leita jafnvægis án inngrips ríkisvaldsins. Óumdeildara er að það hefur ekki verið mikill foringjabragur á forsætisráðherra í viðtölum við fjölmiðla undanfarna mánuði. Geir hefur hreint ekki glansað í samræðum við fólkið í landinu. Það er fáum gefið að geta horft í augun á þjóð sinni og stappað í hana stálinu. Þegar Davíð Oddsson var upp á sitt besta var hann þeim hæfileika ríkulega búinn. Sama má segja um Steingrím Hermannsson. Geir virðist einfaldlega ekki vera gefin þessi kúnst. Greinilegt óþol er tekið að myndast innan Sjálfstæðisflokksins yfir ástandinu. Ekki bætir úr skák að Geir missti af tækifærinu til að ná fram kynslóðaskiptum í forystusveit flokksins í kjölfar kosninganna í fyrra. Þar vann Sjálfstæðiflokkurinn glæsilegan sigur undir forystu Geirs og hann hafði í hendi sér að fela mönnum á borð við Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson stór hlutverk. Það gerði hann ekki. Guðlaugur Þór Þórðarson endaði hins vegar í heilbrigðisráðuneytinu, en hann, Bjarni og Illugi hafa allir verið nefndir sem líklegir forystumenn til framtíðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ráðstafanir Geirs hafa tryggt að þeir eru ekki í stöðu til að sýna hvað í þá er spunnið. Hingað til hefur heilbrigðisráðuneytið verið nánast örugg ávísun á megnar óvinsældir, enda hafa sjálfstæðismenn glaðir falið öðrum flokkum það ráðuneyti í ríkisstjórnarsamstarfi, þar til Guðlaugur tók það að sér. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gráta örugglega ekki óróleikann þar innan borðs. Forystukreppa í flokknum er hins vegar háskaleg fyrir þjóðina vegna fyrirferðar hans í stjórnmálalífi landsins. Hræðslan við að taka Evrópuumræðuna föstum tökum er ein birtingarmynd skaðans á landsvísu. Önnur er dæmalaus staða í stjórn Reykjavíkur. Þar brást Geir fyrst leiðtogaskyldum sínum síðastliðið haust þegar borgarstjórnarflokkur hans logaði stafnanna á milli út af REI-málinu og aftur þegar hann blessaði feigðarför Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Kjartans Magnússonar á fund Ólafs F. Magnússonar nú í ársbyrjun. Það þarf styrkari handtök við stjórn stærsta flokks landsins en Geir hefur sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Undanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætisráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki. Þetta er alvarleg gagnrýni. Stjórnendur sem skortir leiðtogahæfileika verða sjaldnast langlífir í starfi. Og örugglega ekki þegar þeir eiga að vera í forystu fyrir heila þjóð. Þeir sem hafa gripið til varnar fyrir forsætisráðherra benda á að hann gjaldi fyrir alþjóðlega niðursveiflu vegna hækkandi vöruverðs og hremminga á helstu fjármálamörkuðum heimsins. Hvorutveggja hitti þjóðina illa fyrir, en hann fái eðli málsins samkvæmt ekki ráðið við. Þetta er hárrétt. Hitt er annað mál að gjarnan kemur ekki í ljós hvort menn séu gæddir alvöru forystuhæfileikum fyrr en þeir lenda í mótvindi. Þá má greina sauðina frá höfrunum. Og viðbrögð forsætisráðherra við kúvendingu í efnahagsmálum landsins hafa ekki verið sannfærandi. Vissulega er hægt að hafa misjafnar skoðanir á ásökunum um meint aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs. Það er til dæmis fyllilega í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að gefa hagkerfinu kost á að leita jafnvægis án inngrips ríkisvaldsins. Óumdeildara er að það hefur ekki verið mikill foringjabragur á forsætisráðherra í viðtölum við fjölmiðla undanfarna mánuði. Geir hefur hreint ekki glansað í samræðum við fólkið í landinu. Það er fáum gefið að geta horft í augun á þjóð sinni og stappað í hana stálinu. Þegar Davíð Oddsson var upp á sitt besta var hann þeim hæfileika ríkulega búinn. Sama má segja um Steingrím Hermannsson. Geir virðist einfaldlega ekki vera gefin þessi kúnst. Greinilegt óþol er tekið að myndast innan Sjálfstæðisflokksins yfir ástandinu. Ekki bætir úr skák að Geir missti af tækifærinu til að ná fram kynslóðaskiptum í forystusveit flokksins í kjölfar kosninganna í fyrra. Þar vann Sjálfstæðiflokkurinn glæsilegan sigur undir forystu Geirs og hann hafði í hendi sér að fela mönnum á borð við Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson stór hlutverk. Það gerði hann ekki. Guðlaugur Þór Þórðarson endaði hins vegar í heilbrigðisráðuneytinu, en hann, Bjarni og Illugi hafa allir verið nefndir sem líklegir forystumenn til framtíðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ráðstafanir Geirs hafa tryggt að þeir eru ekki í stöðu til að sýna hvað í þá er spunnið. Hingað til hefur heilbrigðisráðuneytið verið nánast örugg ávísun á megnar óvinsældir, enda hafa sjálfstæðismenn glaðir falið öðrum flokkum það ráðuneyti í ríkisstjórnarsamstarfi, þar til Guðlaugur tók það að sér. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gráta örugglega ekki óróleikann þar innan borðs. Forystukreppa í flokknum er hins vegar háskaleg fyrir þjóðina vegna fyrirferðar hans í stjórnmálalífi landsins. Hræðslan við að taka Evrópuumræðuna föstum tökum er ein birtingarmynd skaðans á landsvísu. Önnur er dæmalaus staða í stjórn Reykjavíkur. Þar brást Geir fyrst leiðtogaskyldum sínum síðastliðið haust þegar borgarstjórnarflokkur hans logaði stafnanna á milli út af REI-málinu og aftur þegar hann blessaði feigðarför Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Kjartans Magnússonar á fund Ólafs F. Magnússonar nú í ársbyrjun. Það þarf styrkari handtök við stjórn stærsta flokks landsins en Geir hefur sýnt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun