Goðsagnir Sverrir Jakobsson skrifar 29. júlí 2008 06:00 Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Mörk goðsagna og vísinda eru ekki alltaf skýr þótt við aðgreinum þessi fyrirbæri með ólíkum hugtökum. Og þótt samfélag okkar sé stundum sagt stjórnast af vísindahyggju eru margir sem taka goðsagnirnar fram yfir hvort sem það er leynt eða ljóst. Nú á dögunum ályktaði stjórn Sagnfræðingafélagsins gegn söguskoðun ríkisskipaðrar nefndar sem hafði fengið það verkefni að skilgreina þjóðareðli Íslendinga og taldi Sagnfræðingafélagið hana hvíla á goðsögnum. Ályktunin hefur þó vakið blendin viðbrögð, enda vilja sumir meina að margt geti verið til í þessum tilteknu goðsögnum en aðrir sjá ekkert athugavert við að taka goðsagnir fram yfir vísindi.FrelsisgoðsögninSumar af goðsögnunum sem ríkisstyrkta nefndin náði að koma á framfæri í stuttum og hnitmiðuðum texta kalla raunar ekki á sérstök viðbrögð sagnfræðinga af þeirri einföldu ástæðu að hver maður getur séð að þær eru bull. Þar kemur m.a. fram að Íslendingar séu „dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi". Vissulega eru margir landar mjög duglegir og einhver okkar eflaust mjög stolt líka, en svona alhæfingar um 300.000 manns geta aldrei hvílt á vísindalegum grunni. Ísland var vissulega harðbýlt hér á árum áður, en fæst okkar búa við þann veruleika nú á dögum, a.m.k. ekki umfram aðrar þjóðir. Hérna ræður orðræða túristabæklingsins ríkjum með því málskrúði sem þar er iðulega blandað saman við hagnýtar upplýsingar.Á hinn bóginn er augljóslega verið að vísa til sameiginlegs minnisleysis Íslendinga þegar því er haldið fram að fyrstu Íslendingarnir hafi komið hingað „í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum". Ef litið er framhjá þeim almennu sannindum að fólk sem flytur á milli landa hlýtur að vilja að búa við sömu eða betri lífsskilyrði og áður þá er margt í þessum knappa texta sem er hæpið. Og þó er frelsi lykilhugtak þegar við tökum til athugunar hóp sem er eins og fyrstu Íslendingarnir; hóp þar sem sumir eru frjálsir en aðrir ófrjálsir þrælar. Auðvelt er að ímynda sér að þrælarnir hafi þráð frelsi en varla rak sú frelsisþrá þá til Íslands. Húsbændur þeirra voru eflaust stoltir af því að vera frjálsir menn en í skýrslunni er gefið í skyn að þeim hafi fundist þeir vera frjálsari á Íslandi en annars staðar. Um það vitum við ekki nokkurn skapaðan hlut því að hér er goðsögn á ferð; goðsögn sem er upprunnin í heimildum 12. og 13. aldar, en hefur síðan verið viðhaldið af bæði Íslendingum og Norðmönnum. Þannig gátu Íslendingar litið á aristókratíska forfeður sína sem stolta uppreisnarmenn gegn norska ríkinu, en Norðmenn gátu notað sögurnar því til sönnunar að til hefði verið norskt ríki á 9. öld.SjálfstæðisgoðsögninÍ skýrslu ímyndarnefndarinnar er því haldið fram að þegar þjóðin "fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld". Aftur er frelsistrénu veifað, en núna vísar það ekki lengur til frjálsra þrælahaldara landnámsaldar heldur til pólitísks frelsis sem fylgt hafi sjálfstæðinu. Þetta finnst mörgum Íslendingum ekki vera nein goðsögn heldur staðreynd. Enda er varla hægt að mæla á móti því að Ísland var eitt af fátækustu og einangruðustu löndum veraldar á 19. öld, en er það ekki lengur.Það er samt frekar augljóst að þessi söguskoðun er ekki frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar heldur úr okkar eigin samtíma. Þetta má á sjá á hugtökunum "þróunarland" og "ríkasta þjóð í heimi". Við Íslendingar vorum einu sinni ein af þjóðum þriðja heimsins en við tilheyrum þeim ekki lengur.Í skýrslunni kemur fram að til þess að breyta þessu höfum við einfaldlega "tekið stökk" af eigin rammleik án nokkurrar þróunaraðstoðar. Þannig reynist frelsi okkar vera annars eðlis en pólitískt frelsi nýlenduríkja annars staðar á hnettinum. Okkar frelsi færir okkur úr hópi þróunarlanda í hóp hinna ríku. Þar sem við eigum svo sannarlega heima líkt og landnámsmennirnir forfeður okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Mörk goðsagna og vísinda eru ekki alltaf skýr þótt við aðgreinum þessi fyrirbæri með ólíkum hugtökum. Og þótt samfélag okkar sé stundum sagt stjórnast af vísindahyggju eru margir sem taka goðsagnirnar fram yfir hvort sem það er leynt eða ljóst. Nú á dögunum ályktaði stjórn Sagnfræðingafélagsins gegn söguskoðun ríkisskipaðrar nefndar sem hafði fengið það verkefni að skilgreina þjóðareðli Íslendinga og taldi Sagnfræðingafélagið hana hvíla á goðsögnum. Ályktunin hefur þó vakið blendin viðbrögð, enda vilja sumir meina að margt geti verið til í þessum tilteknu goðsögnum en aðrir sjá ekkert athugavert við að taka goðsagnir fram yfir vísindi.FrelsisgoðsögninSumar af goðsögnunum sem ríkisstyrkta nefndin náði að koma á framfæri í stuttum og hnitmiðuðum texta kalla raunar ekki á sérstök viðbrögð sagnfræðinga af þeirri einföldu ástæðu að hver maður getur séð að þær eru bull. Þar kemur m.a. fram að Íslendingar séu „dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi". Vissulega eru margir landar mjög duglegir og einhver okkar eflaust mjög stolt líka, en svona alhæfingar um 300.000 manns geta aldrei hvílt á vísindalegum grunni. Ísland var vissulega harðbýlt hér á árum áður, en fæst okkar búa við þann veruleika nú á dögum, a.m.k. ekki umfram aðrar þjóðir. Hérna ræður orðræða túristabæklingsins ríkjum með því málskrúði sem þar er iðulega blandað saman við hagnýtar upplýsingar.Á hinn bóginn er augljóslega verið að vísa til sameiginlegs minnisleysis Íslendinga þegar því er haldið fram að fyrstu Íslendingarnir hafi komið hingað „í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum". Ef litið er framhjá þeim almennu sannindum að fólk sem flytur á milli landa hlýtur að vilja að búa við sömu eða betri lífsskilyrði og áður þá er margt í þessum knappa texta sem er hæpið. Og þó er frelsi lykilhugtak þegar við tökum til athugunar hóp sem er eins og fyrstu Íslendingarnir; hóp þar sem sumir eru frjálsir en aðrir ófrjálsir þrælar. Auðvelt er að ímynda sér að þrælarnir hafi þráð frelsi en varla rak sú frelsisþrá þá til Íslands. Húsbændur þeirra voru eflaust stoltir af því að vera frjálsir menn en í skýrslunni er gefið í skyn að þeim hafi fundist þeir vera frjálsari á Íslandi en annars staðar. Um það vitum við ekki nokkurn skapaðan hlut því að hér er goðsögn á ferð; goðsögn sem er upprunnin í heimildum 12. og 13. aldar, en hefur síðan verið viðhaldið af bæði Íslendingum og Norðmönnum. Þannig gátu Íslendingar litið á aristókratíska forfeður sína sem stolta uppreisnarmenn gegn norska ríkinu, en Norðmenn gátu notað sögurnar því til sönnunar að til hefði verið norskt ríki á 9. öld.SjálfstæðisgoðsögninÍ skýrslu ímyndarnefndarinnar er því haldið fram að þegar þjóðin "fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld". Aftur er frelsistrénu veifað, en núna vísar það ekki lengur til frjálsra þrælahaldara landnámsaldar heldur til pólitísks frelsis sem fylgt hafi sjálfstæðinu. Þetta finnst mörgum Íslendingum ekki vera nein goðsögn heldur staðreynd. Enda er varla hægt að mæla á móti því að Ísland var eitt af fátækustu og einangruðustu löndum veraldar á 19. öld, en er það ekki lengur.Það er samt frekar augljóst að þessi söguskoðun er ekki frá dögum sjálfstæðisbaráttunnar heldur úr okkar eigin samtíma. Þetta má á sjá á hugtökunum "þróunarland" og "ríkasta þjóð í heimi". Við Íslendingar vorum einu sinni ein af þjóðum þriðja heimsins en við tilheyrum þeim ekki lengur.Í skýrslunni kemur fram að til þess að breyta þessu höfum við einfaldlega "tekið stökk" af eigin rammleik án nokkurrar þróunaraðstoðar. Þannig reynist frelsi okkar vera annars eðlis en pólitískt frelsi nýlenduríkja annars staðar á hnettinum. Okkar frelsi færir okkur úr hópi þróunarlanda í hóp hinna ríku. Þar sem við eigum svo sannarlega heima líkt og landnámsmennirnir forfeður okkar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun