Leiðsögn listamanns 4. september 2008 04:15 Rými og umlykjandi rými Verk eftir Sigrúnu Ólafsdóttur. Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér, en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl. 20 og hlýða á leiðsögn hennar. Sköpunarkraftur Sigrúnar hefur einkum beinst að skúlptúrverkum og teikningum. Hún býr nú og starfar í Þýskalandi og nýtur talsverðrar velgengni þar; henni hefur meðal annars verið falið að gera stór verk fyrir opinberar byggingar, banka og einkafyrirtæki. Verk hennar eru afar fjölbreytileg, bæði í hugsun og í útfærslu. Leiðarstef hennar er þrívíddarhluturinn og verk hennar vísa sífellt til rýmis á slíkan hátt að segja mætti að hún skilgreini það að nýju. Í innsetningum hennar eru til að mynda mörkin milli verksins sjálfs og rýmisins umhverfis það afmáð með áhrifamiklum hætti. Að undanförnu hefur Sigrún unnið að röð teikninga sem líta ber á sem sjálfstæðar skúlptúrteikningar. Í þeim gegnir línan einnig lykilhlutverki í myndbyggingunni og skapar hugmyndalega samsvörun við skúlptúrverkin. Teikningarnar sem hún hefur gert allra síðustu árin eru afar stórar og unnar með túss og gifsblöndu á striga sem telst nokkuð óvenjulegt efnisval. Synd væri að láta þessa áhugaverðu leiðsögn framhjá sér fara. - vþ Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum eftir myndlistarkonuna Sigrúnu Ólafsdóttur var opnuð í lok ágústmánaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Það er fréttnæmt í sjálfu sér, en ekki er síður fréttnæmt að listáhugafólki býðst að ganga með Sigrúnu sjálfri um sýninguna í kvöld kl. 20 og hlýða á leiðsögn hennar. Sköpunarkraftur Sigrúnar hefur einkum beinst að skúlptúrverkum og teikningum. Hún býr nú og starfar í Þýskalandi og nýtur talsverðrar velgengni þar; henni hefur meðal annars verið falið að gera stór verk fyrir opinberar byggingar, banka og einkafyrirtæki. Verk hennar eru afar fjölbreytileg, bæði í hugsun og í útfærslu. Leiðarstef hennar er þrívíddarhluturinn og verk hennar vísa sífellt til rýmis á slíkan hátt að segja mætti að hún skilgreini það að nýju. Í innsetningum hennar eru til að mynda mörkin milli verksins sjálfs og rýmisins umhverfis það afmáð með áhrifamiklum hætti. Að undanförnu hefur Sigrún unnið að röð teikninga sem líta ber á sem sjálfstæðar skúlptúrteikningar. Í þeim gegnir línan einnig lykilhlutverki í myndbyggingunni og skapar hugmyndalega samsvörun við skúlptúrverkin. Teikningarnar sem hún hefur gert allra síðustu árin eru afar stórar og unnar með túss og gifsblöndu á striga sem telst nokkuð óvenjulegt efnisval. Synd væri að láta þessa áhugaverðu leiðsögn framhjá sér fara. - vþ
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira