
Menning
Ljósmyndir sem spanna hundrað ár

Öld er liðin frá því að hinn huggulegi bær Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af því tilefni verður opnuð í kvöld kl. 20 sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnun bæjarins, á 200 ljósmyndum frá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem spanna sögu kaupstaðarins. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, segja nokkur orð á opnuninni, en þau eru höfundar bókarinnar Hundrað sem kemur út í tilefni afmælisins. Bókin er samansafn texta og myndabrota úr langri og merkilegri sögu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Brotin geta staðið ein og sér, en saman mynda þau örsögur úr bæjarlífinu.- vþ