Gabbhreyfingin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2008 06:00 Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum. Líkingin liggur nokkuð beint við. Stjórnmál eru um margt eins og deildarkeppni nokkurra liða. Á fjögurra ára fresti eru meira að segja haldin stórmót. Helsti munurinn á íþróttum og stjórnmálum er sá að í íþróttum ræður frammistaða keppenda úrslitum. Í stjórnmálum er það undir hælinn lagt hvort sá sem náði bestum árangri - það er fékk flest atkvæði - standi með pálmann í höndunum. Kannski finnst stjórnmálamönnum gott að líkja sér við íþróttamenn því þá líður þeim frekar eins og afreksmönnum; einhverjum sem hefur varið ómældum tíma í þjálfun og æfingar til að skara fram úr. Íþróttamannsleg hegðun þykir andstaða pólitískrar hegðunar, þar sem menn geta ekki einu sinni gengið út frá því með vissu hverjir liðsfélagar þeirra eru. Í ljósi þess hvað pólitíkusar hafa tungutakið úr heimi íþróttanna í miklum hávegum kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir þegar stjórnmálamenn kveina undan „klækjabrögðum", sem á íþróttavellinum væru einfaldlega kölluð lagleg leikflétta. Kappleikir ganga, jú, að miklu leyti út á lymskubrögð, fiska víti, setja upp hindranir og rangstöðugildrur. Tökum meirihluta mánaðarins í Reykjavík sem dæmi; klækjabrögðin sem þar var beitt fólust í einni gabbhreyfingu; Óskar Bergsson þóttist ætla að fara til vinstri en fór allt í einu til hægri. Þetta þurfti ekki að koma neinum í minnihlutanum á óvart, Óskar er á vellinum til að skora fyrir Framsóknarflokkinn, ekki Samfylkinguna eða Vinstri græn. Ímyndið ykkur Sigfús Sigurðsson úti í Peking, vælandi í einum dómaranum: „Hann lét eins og hann ætlaði að fara að skjóta, en þegar ég hoppaði upp til að verja skotið hljóp hann fram hjá mér og skoraði. Ég tek ekki þátt í þessu!" Hvað Ólaf F. Magnússon snertir mátti hann vita að þegar maður gefur aldrei boltann líður ekki langur tími þangað til liðsfélagarnir verða þreyttir á manni. Hann getur líka dregið þann lærdóm af nafna sínum Stefánssyni að það er ekki fyrr en maður byrjar að vinna leiki sem manni fyrirgefst að rausa óskiljanlegt rugl í fréttum. Fráfarandi borgarstjóri metur það hins vegar sem sóknarfæri að útmála sjálfan sig sem nytsaman sakleysingja sem í ársbyrjun lét blekkjast af gabbhreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Að falla fyrir gabbhreyfingu er í íþróttum kallað „að selja sig". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun
Í stjórnmálum er vinsælt að styðjast við líkingamál úr íþróttum; snúa vörn í sókn, sjá sóknarfæri, ná góðum endaspretti, búa sig undir langhlaup og þar fram eftir götunum. Líkingin liggur nokkuð beint við. Stjórnmál eru um margt eins og deildarkeppni nokkurra liða. Á fjögurra ára fresti eru meira að segja haldin stórmót. Helsti munurinn á íþróttum og stjórnmálum er sá að í íþróttum ræður frammistaða keppenda úrslitum. Í stjórnmálum er það undir hælinn lagt hvort sá sem náði bestum árangri - það er fékk flest atkvæði - standi með pálmann í höndunum. Kannski finnst stjórnmálamönnum gott að líkja sér við íþróttamenn því þá líður þeim frekar eins og afreksmönnum; einhverjum sem hefur varið ómældum tíma í þjálfun og æfingar til að skara fram úr. Íþróttamannsleg hegðun þykir andstaða pólitískrar hegðunar, þar sem menn geta ekki einu sinni gengið út frá því með vissu hverjir liðsfélagar þeirra eru. Í ljósi þess hvað pólitíkusar hafa tungutakið úr heimi íþróttanna í miklum hávegum kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir þegar stjórnmálamenn kveina undan „klækjabrögðum", sem á íþróttavellinum væru einfaldlega kölluð lagleg leikflétta. Kappleikir ganga, jú, að miklu leyti út á lymskubrögð, fiska víti, setja upp hindranir og rangstöðugildrur. Tökum meirihluta mánaðarins í Reykjavík sem dæmi; klækjabrögðin sem þar var beitt fólust í einni gabbhreyfingu; Óskar Bergsson þóttist ætla að fara til vinstri en fór allt í einu til hægri. Þetta þurfti ekki að koma neinum í minnihlutanum á óvart, Óskar er á vellinum til að skora fyrir Framsóknarflokkinn, ekki Samfylkinguna eða Vinstri græn. Ímyndið ykkur Sigfús Sigurðsson úti í Peking, vælandi í einum dómaranum: „Hann lét eins og hann ætlaði að fara að skjóta, en þegar ég hoppaði upp til að verja skotið hljóp hann fram hjá mér og skoraði. Ég tek ekki þátt í þessu!" Hvað Ólaf F. Magnússon snertir mátti hann vita að þegar maður gefur aldrei boltann líður ekki langur tími þangað til liðsfélagarnir verða þreyttir á manni. Hann getur líka dregið þann lærdóm af nafna sínum Stefánssyni að það er ekki fyrr en maður byrjar að vinna leiki sem manni fyrirgefst að rausa óskiljanlegt rugl í fréttum. Fráfarandi borgarstjóri metur það hins vegar sem sóknarfæri að útmála sjálfan sig sem nytsaman sakleysingja sem í ársbyrjun lét blekkjast af gabbhreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Að falla fyrir gabbhreyfingu er í íþróttum kallað „að selja sig".
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun