Íslenskur kokkur á heimsmælikvarða 8. júlí 2008 14:55 Ragnar að störfum í keppninni. Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið. Food and Fun Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið
Ragnar Ómarsson, kokkur á veitingastaðnum Domo, hafnaði í sjötta sæti á Evrópukeppni Bocuse d'Or sem fram fór í Stavanger um síðustu helgi. Með þessu tryggði hann Íslendingum þáttökurétt í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d'Or, sem verður haldin í Lyon í byrjun næsta árs.Réttir Ragnars heilluðu dómnefndinaÞetta er í fyrsta sinn sem sérstök Evrópuforkeppni er haldin fyrir Bocuse d'Or, sem oft er nefnd heimsmeistarakeppni matreiðslumanna. Það var hinn norski Geir Skeie sem náði fyrsta sætinu, en hann vann einmitt kokkakeppnina á Food and Fun hátíðinni í Reykjavík í vetur. Íslendingar hafa fimm sinnum tekið þátt í Bocuse d'Or. Sturla Birgisson keppti fyrstur fyrir Íslands hönd árið 1999 og náði fimmta sætinu. Ragnar hefur einu sinni áður keppt í úrslitakeppninni, árið 2005, og hreppti einnig fimmta sætið.
Food and Fun Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið