Fullt hús hjá Stúdentaleikhúsinu 17. nóvember 2008 06:00 fAðstandendur sýningarinnar Scarta eru ánægðir með góðar viðtökur og vonast til að sem flestir skelli sér í leikhús í kreppunni. „Um fjörutíu manns sóttu um að komast inn í Stúdentaleikhúsið í ár," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir, einn af stjórnendum leikhússins, sem sýnir nú leikverkið Scarta undir stjórn Víkings Kristjánssonar. „Víkingur lagði fram hugmynd að handriti, valdi þá sem honum fannst passa í hlutverkin og í kjölfarið hófst átta vikna spunaferli þar sem verkið var sniðið í samvinnu við leikara og listræna stjórnendur," útskýrir Halldóra, en Scarta var frumsýnt fyrir rúmri viku og hlaut góðar viðtökur. „Þetta er svolítið öðruvísi sýning þar sem nálægð áhorfenda og leikara er meiri en vanalega og áhorfendur geta verið viðbúnir því að óvæntir hlutir eigi sér stað," bætir hún við. Í haust fagnar Stúdentaleikhúsið áttatíu ára starfsafmæli sínu og segir Halldóra starf leikhússins gegna mikilvægu hlutverki í íslensku leiklistarlífi. „Þetta er svolítill stökkpallur fyrir unga og efnilega leikara inn í Leiklistarskólann, en ár hvert hafa margir af þeim sem komast þar inn verið í Stúdentaleikhúsinu." Halldóra hefur staðið í ströngu við uppsetningu Scarta að undanförnu. „Það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og aðeins örfá sæti eru laus á þær næstu. Miðinn kostar aðeins 1.000 krónur fyrir nema og 1.500 fyrir almenning, svo það er um að gera að skella sér ódýrt í leikhús í kreppunni," segir Halldóra. Upplýsingar um sýningar og miðasölu má finna á www.studentaleikhusid.is Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Um fjörutíu manns sóttu um að komast inn í Stúdentaleikhúsið í ár," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir, einn af stjórnendum leikhússins, sem sýnir nú leikverkið Scarta undir stjórn Víkings Kristjánssonar. „Víkingur lagði fram hugmynd að handriti, valdi þá sem honum fannst passa í hlutverkin og í kjölfarið hófst átta vikna spunaferli þar sem verkið var sniðið í samvinnu við leikara og listræna stjórnendur," útskýrir Halldóra, en Scarta var frumsýnt fyrir rúmri viku og hlaut góðar viðtökur. „Þetta er svolítið öðruvísi sýning þar sem nálægð áhorfenda og leikara er meiri en vanalega og áhorfendur geta verið viðbúnir því að óvæntir hlutir eigi sér stað," bætir hún við. Í haust fagnar Stúdentaleikhúsið áttatíu ára starfsafmæli sínu og segir Halldóra starf leikhússins gegna mikilvægu hlutverki í íslensku leiklistarlífi. „Þetta er svolítill stökkpallur fyrir unga og efnilega leikara inn í Leiklistarskólann, en ár hvert hafa margir af þeim sem komast þar inn verið í Stúdentaleikhúsinu." Halldóra hefur staðið í ströngu við uppsetningu Scarta að undanförnu. „Það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og aðeins örfá sæti eru laus á þær næstu. Miðinn kostar aðeins 1.000 krónur fyrir nema og 1.500 fyrir almenning, svo það er um að gera að skella sér ódýrt í leikhús í kreppunni," segir Halldóra. Upplýsingar um sýningar og miðasölu má finna á www.studentaleikhusid.is
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira