Fer ekki á svið með Jackson 5 1. nóvember 2008 04:15 Popparinn Michael Jackson ætlar ekki í tónleikaferð um heiminn með systkinum sínum í Jackson 5. Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira