Vinsæll bloggari gefur út bók 2. október 2008 07:00 „Ég notaðist mest við það sem ég skrifaði á blogginu og lokaði því fyrir þær færslur, en ég breytti auðvitað miklu og bætti líka inn nýju efni,“ segir Jóna um bók sína Sá einhverfi og við hin. „Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað," útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsóknir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyldan er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið samþykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út," segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athugasemda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa" fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar viðtökur," segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól," segir Jóna að lokum og hlær. - ag
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“