Íslensk tónlist undir smásjá erlendra stórfyrirtækja 19. október 2008 08:00 Lay Low hefur hrifið aðila úr erlendu tónlistarlífi upp úr skónum með framgöngu sinni að undanförnu. MYND/Arnþór Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Báðir héldu þeir fyrirlestra á hinni vel heppnuðu ráðstefnu You Are In Control sem var haldin á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fyrst ber að nefna Terry McBride, sem er einn þriggja stofnenda Nettwerk Music Group, eins stærsta umboðs- og útgáfufyrirtækis heimsins. Er það með bækistöðvar í Vancouver, New York, London og víðar og á meðal skjólstæðinga þess eru engir aukvisar, eða stjörnur á borð við Avril Lavigne, Dido, All Saints og Jamiroquai. „Hann átti fund með Kára [Sturlusyni, umboðsmanni Lay Low] og fór á tónleikana í Fríkirkjunni og sagði að honum hafi líkað mjög vel það sem hann heyrði," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón sem skipulagði ráðstefnuna. Á hún þar við útgáfutónleika í tilefni annarrar sólóplötu hennar, Farewell Good Night's Sleep, sem þykir afar vel heppnuð. „Hvort sem það verða samningar eða ekki þá skiptir máli ef menn sem hafa svona áhrif sýna íslensku tónlistarfólki áhuga." Að sögn Önnu Hildar lýsti Jean Hsiao Wernheim, framkvæmdastjóri hjá Shanghai Synergy Group, sem er eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki Kína, einnig yfir áhuga á að semja við Lay Low. Hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Dr. Spock vöktu einnig sérstaka athygli hjá háttsettri konu sem hefur umsjón með því að velja tónlist í erlendar kvikmyndir. „Hún hefur í huga lag með Dr. Spock sem hún heyrði með þeim á Prikinu sem getur víst passað fullkomlega í eina kvikmynd," segir Anna Hildur, sem taldi að um mynd hjá einu af stórfyrirtækjunum í Hollywood væri að ræða. Fyrir utan áhugann á Lay Low, For A Minor Reflection og Dr. Spock er vitað af áhuga erlendra aðila á fleiri íslenskum böndum sem spila á Airwaves-hátíðinni. Að sögn Árna Einars Birgissonar hjá Hr. Örlygi eru Retro Stefson, Reykjavík! og Hjaltalín þar mest í umræðunni. Einnig játaði Árni að For A Minor Reflection hafi fengið aukna athygli hjá útlendingum eftir að hafa verið valin til að hita upp fyrir Sigur Rós, sem þykja aldeilis ekki slæm meðmæli úti í hinum stóra heimi. Haukur S. Magnússon hjá Reykjavík! kannaðist ekki við að erlendir umboðsmenn hafi rætt við sig, nema kannski aðilar frá Rússlandi. „Okkur hafa verið sendir samningar frá Rússlandi og menn eru að bjóðast til að gefa okkur út þar," segir Haukur. „Nema hvað að við skiljum ekki rússnesku og erum hálffeimnir við þetta. Það kannski gerist einhvern tímann þegar Medvedev verður orðinn forseti Íslands." Hann segir áhuga útlendinga á íslenskum hljómsveitum ekki koma sér á óvart. „Þessi sena hefur yfirhöfuð verið að dafna og þroskast og við getum verið rosalega stolt og ánægð með hvað við eigum góð bönd." Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Tónlistarkonan Lay Low stefnir hraðbyri í að verða næsta stjarna Íslands á alþjóðavísu því að minnsta kosti tveir áhrifamiklir erlendir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á hennar verkum. Báðir héldu þeir fyrirlestra á hinni vel heppnuðu ráðstefnu You Are In Control sem var haldin á Hótel Sögu fyrir skömmu. Fyrst ber að nefna Terry McBride, sem er einn þriggja stofnenda Nettwerk Music Group, eins stærsta umboðs- og útgáfufyrirtækis heimsins. Er það með bækistöðvar í Vancouver, New York, London og víðar og á meðal skjólstæðinga þess eru engir aukvisar, eða stjörnur á borð við Avril Lavigne, Dido, All Saints og Jamiroquai. „Hann átti fund með Kára [Sturlusyni, umboðsmanni Lay Low] og fór á tónleikana í Fríkirkjunni og sagði að honum hafi líkað mjög vel það sem hann heyrði," segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón sem skipulagði ráðstefnuna. Á hún þar við útgáfutónleika í tilefni annarrar sólóplötu hennar, Farewell Good Night's Sleep, sem þykir afar vel heppnuð. „Hvort sem það verða samningar eða ekki þá skiptir máli ef menn sem hafa svona áhrif sýna íslensku tónlistarfólki áhuga." Að sögn Önnu Hildar lýsti Jean Hsiao Wernheim, framkvæmdastjóri hjá Shanghai Synergy Group, sem er eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki Kína, einnig yfir áhuga á að semja við Lay Low. Hljómsveitirnar For A Minor Reflection og Dr. Spock vöktu einnig sérstaka athygli hjá háttsettri konu sem hefur umsjón með því að velja tónlist í erlendar kvikmyndir. „Hún hefur í huga lag með Dr. Spock sem hún heyrði með þeim á Prikinu sem getur víst passað fullkomlega í eina kvikmynd," segir Anna Hildur, sem taldi að um mynd hjá einu af stórfyrirtækjunum í Hollywood væri að ræða. Fyrir utan áhugann á Lay Low, For A Minor Reflection og Dr. Spock er vitað af áhuga erlendra aðila á fleiri íslenskum böndum sem spila á Airwaves-hátíðinni. Að sögn Árna Einars Birgissonar hjá Hr. Örlygi eru Retro Stefson, Reykjavík! og Hjaltalín þar mest í umræðunni. Einnig játaði Árni að For A Minor Reflection hafi fengið aukna athygli hjá útlendingum eftir að hafa verið valin til að hita upp fyrir Sigur Rós, sem þykja aldeilis ekki slæm meðmæli úti í hinum stóra heimi. Haukur S. Magnússon hjá Reykjavík! kannaðist ekki við að erlendir umboðsmenn hafi rætt við sig, nema kannski aðilar frá Rússlandi. „Okkur hafa verið sendir samningar frá Rússlandi og menn eru að bjóðast til að gefa okkur út þar," segir Haukur. „Nema hvað að við skiljum ekki rússnesku og erum hálffeimnir við þetta. Það kannski gerist einhvern tímann þegar Medvedev verður orðinn forseti Íslands." Hann segir áhuga útlendinga á íslenskum hljómsveitum ekki koma sér á óvart. „Þessi sena hefur yfirhöfuð verið að dafna og þroskast og við getum verið rosalega stolt og ánægð með hvað við eigum góð bönd."
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira