Danshöfundur á fleygiferð um Evrópu 2. nóvember 2008 05:00 Margrét er höfundur og einn af dönsurum verksins Strength through embarrassment sem hefur verið sýnt vítt og breitt um Evrópu. fréttablaðið/Anton „Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér finnst svolítið fyndið að fara með verk sem heitir þessu nafni í ljósi þess að maður hefur heyrt að fólki hafi meðal annars verið hent út úr búðum í Danmörku," segir Margrét Bjarnadóttir, dansari og danshöfundur. Henni hefur verið boðið að sýna dansverk sitt Strength Through Embarrassment á danshátíðinni Junge Hunde í Árósum sem fer fram 6. til 14. nóvember næstkomandi. Verkið var útskrifarverk Margrétar úr ArtEZ listaháskólanum í Hollandi 2006, en titill verksins hefur kannski aldrei átt jafn vel við og einmitt núna, ekki hvað síst fyrir Íslending í Danmörku. „Allt í einu hafði þetta miklu meira vægi þegar þetta var komið í þetta samhengi. Við Íslendingar höfum verið þekkt fyrir tónlist, listir, skapandi og frjótt samfélag svo mér finnst mikilvægt að listamenn haldi áfram að fara út. Mér finnst að sá þáttur samfélagsins megi alls ekki grotna niður þó svo að bankarnir geri það," segir Margrét sem hefur verið boðið á danshátíðir vítt og breitt um Evrópu eftir að verk hennar var valið á danshátíðina Resolution! í London í fyrra. „Það er lúmskt mikil vinna að ferðast með svona verk. Með mér fara Jón Þorgeir Kristjánsson ljósahönnuður, bandaríski dansarinn Daniel Brown og þriggja manna hljómsveit. Við þjálfum svo sex manna hóp á hverjum stað fyrir sig því það væri erfitt að flytja alltaf sama hópinn, en hann kallast The Embarrassed Army og ræður í raun framvindu verksins," segir Margrét að lokum.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira