Upplestraröð að hefjast 23. október 2008 06:00 Guðrún Eva Mínervudóttir les úr nýrri sögu sinni í kvöld á gamla Súfistanum. Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðendur, sem allir eiga það sammerkt að vera með nýja bók, lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Á hverju kvöldi lesa skáldsagna- og/eða ævisagnahöfundar, en einnig verður kapp lagt á að lesa úr barnabókum og þýðingum. Útgáfa slíkra bóka er ekki síður blómleg en útgáfa nýrra íslenskra skáldverka. Í kvöld les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glænýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Hersveinn úr umræðubókinni Orðspor - Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir les upp úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards. Allar hafa þessar bækur fengið frábærar viðtökur og með svona breiðum hópi skálda og verka er ætlunin að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á næstu vikum mun heyrast í Árna Þórarinssyni, Einari Kárasyni, Auði Jónsdóttur, Þorsteini frá Hamri, Gerði Kristnýju, Þorgrími Þráinssyni, Guðmundi Magnússyni, Stefáni Mána, Hallgrími Helgasyni, Guðrúnu Helgadóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Ólafi Gunnarssyni, Hauki Sigurðssyni, Þorvaldi Kristinssyni og fleirum. - pbb Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú eru að hefjast upplestrar á vegum bókaforlaganna. Í kvöld kl. 20 ríður Forlagið á vaðið. Upplestrar munu fara fram á Te & kaffi á annarri hæð bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg (áður Súfistinn) hvert fimmtudagskvöld fram í miðjan desember. Alls munu fjörutíu höfundar og þýðendur, sem allir eiga það sammerkt að vera með nýja bók, lesa kafla úr verkum sínum, fjórir til fimm í hvert sinn. Á hverju kvöldi lesa skáldsagna- og/eða ævisagnahöfundar, en einnig verður kapp lagt á að lesa úr barnabókum og þýðingum. Útgáfa slíkra bóka er ekki síður blómleg en útgáfa nýrra íslenskra skáldverka. Í kvöld les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr glænýrri skáldsögu sinni, Skaparanum, Gunnar Hersveinn úr umræðubókinni Orðspor - Gildin í samfélaginu, Ármann Jakobsson les úr skáldsögunni Vonarstræti, Ingunn Ásdísardóttir les upp úr barnabókinni Örlög guðanna og Ólöf Eldjárn les úr þýðingu sinni á bókinni Dóttur myndasmiðsins eftir Kim Edwards. Allar hafa þessar bækur fengið frábærar viðtökur og með svona breiðum hópi skálda og verka er ætlunin að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Á næstu vikum mun heyrast í Árna Þórarinssyni, Einari Kárasyni, Auði Jónsdóttur, Þorsteini frá Hamri, Gerði Kristnýju, Þorgrími Þráinssyni, Guðmundi Magnússyni, Stefáni Mána, Hallgrími Helgasyni, Guðrúnu Helgadóttur, Silju Aðalsteinsdóttur, Ólafi Gunnarssyni, Hauki Sigurðssyni, Þorvaldi Kristinssyni og fleirum. - pbb
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira