Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Sveitin ætlar jafnframt að leggja drög að plötu í nýju hljóðveri í Vestmannaeyjum, Island Studios.
Í dag skipa Mezzoforte þrír af fjórum upprunalegum meðlimum hljómsveitarinnar, þeir Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem. Með þeim spila einnig þeir Óskar Guðjónsson, Sebastian Studnitzky og Bruno Mueller. Tónleikarnir í Höllinni hefjast klukkan 21 og er miðaverð 2.500 krónur. Pakkaferðir verða í boði á tónleikana á vegum Flugfélags Íslands.