Harrington vann sitt annað risamót í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 08:04 Nick Faldo óskar hér Harrington til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / Getty Images Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig." Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig."
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira