Brynjar Már vandar til verka 31. október 2008 04:30 Brynjar Már Valdimarsson gefur á laugardaginn út sína fyrstu plötu, The Beginning.fréttablaðið/stefán Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira