Tónlist

Tónleikar fyrir Tíbet

Frá mótmælum við kínverska sendiráðið
Frá mótmælum við kínverska sendiráðið

Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Raddir fyrir Tíbet.

Fram koma KK, Svavar Knútur, Jónas Sigurðsson, Páll Óskar & Monica og Jón Tryggvi. Auk þess munu Birgitta Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson og Teswang flytja ávörp. Teswang er stjórnmálafræðingur frá Tíbet.

,,Pælingin með tónleikunum er að efla menningartengsl á milli Tíbeta og Íslendinga og halda uppi rödd fyrir Tíbeta en það er verið að murka úr þeim lífið," segir Jón Tryggvi Unnarsson.

Allur ágóðinn af tónleikunum mun renna til flóttamannamóttöku í Indlandi.

"Það eru þúsundir Tíbeta sem flýja yfir Himalæja í Pumastrigaskóm, ef þeir eiga þá, og komast til Indlands við illan leik."

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og fer miðasala fram á salurinn.is og midi.is.

Miðaverð er 2000 krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×