Fyrstu tónleikarnir á Íslandi 4. desember 2008 05:30 Popparinn Ingi Örn Gíslason heldur útgáfutónleika á föstudagskvöld til að kynna sína fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/vilhelm Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun," segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu tók Ingi plötuna upp í San Francisco með upptökustjóranum Scott Mathews, sem hefur unnið með hetjum á borð við David Bowie, Johnny Cash og Brian Wilson. „Við vorum í sex vikur að taka upp og það gekk rosavel," segir Ingi sem væri alveg til í að vinna aftur með Scott: „Hann er rosalega góður og það var magnað að vinna með honum." Nafnið Human Oddities er tilvísun í skrítið fólk sem Ingi virðist hafa heillast af í gegnum tíðina. „Í sumum lögunum koma hinir og þessir skrítnir einstaklingar fram þannig að nafnið var mjög viðeigandi." Þrátt fyrir að tónleikarnir á Nasa verði hans fyrstu hér á landi hefur Ingi spilað lítillega í London þar sem hann hefur búið. Í umslagi nýju plötunnar talar breski tónlistarblaðamaðurinn Ben H. Murray um frammistöðu hans og minnist sérstaklega á tónleika í Brixton Windmill þar sem áheyrendur stóðu upp í lokin og klöppuðu hann tvívegis upp. Slíkt gerist ekki á hverjum degi þar í borg. Ingi vonast til að vinna aftur með Scott Mathews en fyrst ætlar hann að koma plötunni að úti í heimi og er Scott að leggja fyrir hann línurnar í Bandaríkjunum. „Framhaldið er frekar óljóst en vonandi kemur þetta í ljós sem fyrst á nýju ári," segir hann.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira