Skapari í innsetningu 5. desember 2008 06:00 Guðrún Eva les úr Skaparanum í innsetningu helgaðri konum.fréttablaðið/gva Í tengslum við sýningu Mathilde ter Heijne í Gallery 101 Projects (gömlu smiðjunni bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu) hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir ráðist í að skipuleggja uppákomur næstu vikur fyrir hátíðir. Fyrsta uppákoman er í dag kl. 17 en þá mun Guðrún Eva Mínervudóttir lesa upp úr skáldsögu sinni, Skaparanum, í sýningarrýminu og hefst upplesturinn kl. 17. Þess má geta að bók Guðrúnar, Skaparinn, er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Sýning ter Heijne ber titilinn „Woman to go" en um er að ræða innsetningu sem samsett er af 180 mismunandi póstkortum, með ljósmyndum af konum frá öllum heimshornum á framhlið en á bakhlið er nafn, ártal og æviágrip kvenna, sem voru á sínum tíma (á árabilinu 1839-1920) kvenskörungar og frumherjar á ýmsum sviðum, sem konur í karlastörfum. Til jóla mun sýningarrýmið 101 Projects, auk sýningar Mathilde ter Heijne, bjóða gestum að hlýða á erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns Jafnréttisráðs, starfsmann Kvennasögusafns og fyrrum þingkonu, svo og erindi Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, myndlistarkonu, listfræðinema og borgarfulltrúa. Erindin verða flutt í beinum tengslum við sýninguna og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verða tímasetningar á framlagi þeirra Kristínar og Guðrúnar Erlu tilkynntar síðar. - pbb Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tengslum við sýningu Mathilde ter Heijne í Gallery 101 Projects (gömlu smiðjunni bak við Alþjóðahúsið á Hverfisgötu) hefur sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir ráðist í að skipuleggja uppákomur næstu vikur fyrir hátíðir. Fyrsta uppákoman er í dag kl. 17 en þá mun Guðrún Eva Mínervudóttir lesa upp úr skáldsögu sinni, Skaparanum, í sýningarrýminu og hefst upplesturinn kl. 17. Þess má geta að bók Guðrúnar, Skaparinn, er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Sýning ter Heijne ber titilinn „Woman to go" en um er að ræða innsetningu sem samsett er af 180 mismunandi póstkortum, með ljósmyndum af konum frá öllum heimshornum á framhlið en á bakhlið er nafn, ártal og æviágrip kvenna, sem voru á sínum tíma (á árabilinu 1839-1920) kvenskörungar og frumherjar á ýmsum sviðum, sem konur í karlastörfum. Til jóla mun sýningarrýmið 101 Projects, auk sýningar Mathilde ter Heijne, bjóða gestum að hlýða á erindi Kristínar Ástgeirsdóttur, formanns Jafnréttisráðs, starfsmann Kvennasögusafns og fyrrum þingkonu, svo og erindi Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, myndlistarkonu, listfræðinema og borgarfulltrúa. Erindin verða flutt í beinum tengslum við sýninguna og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verða tímasetningar á framlagi þeirra Kristínar og Guðrúnar Erlu tilkynntar síðar. - pbb
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira