Hart í bak aftur á svið 16. október 2008 05:00 Þórir Sæmundsson sem Láki, strákurinn sem vill komast burt úr þorpinu. Mynd Þjóðleikhúsið/Eddi Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðarlegra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrirrennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múlabræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Halldórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóðleikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyldunnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjarins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leikur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skransala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðardóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Annað kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó. Hart í bak hefur löngum verið sagt tímamótaverk, naut gríðarlegra vinsælda þegar Leikfélag Reykjavíkur var að breytast í atvinnuleikhús. Það átti sér þó fyrirrennara í vinsældasýningum íslenskum, meira að segja á sviði Iðnó, eins og Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Deleríum Búbónis eftir þá Múlabræður, Jónas og Jón. Sá nýi tónn sem sleginn var í verkinu, en áður hafði Jökull komið á svið verkinu Pókók, var sumpart sóttur til Tennessee Williams, en Gísli Halldórsson, leikari og leikstjóri, réði miklu um hvernig Hart í bak varð til og hafði fáum árum fyrr leikið í Glerdýrum Tennessee. Hart í bak hóf hinn skamma en afkastamikla feril Jökuls sem leikskálds. Jökull hefði orðið 75 ára nú í haust. Þjóðleikhúsið minnist höfundarins með uppsetningu sinni, en Jökull átti mest af sínum ferli framan af í Iðnó í skjóli Sveins Einarssonar en síðari hlutann í Þjóðleikhúsinu. Í Hart í bak kynnumst við sögu reykvískrar fjölskyldu sem má muna sinn fífil fegurri. Jónatan skipstjóra var eitt sinn trúað fyrir óskafleyi þjóðarinnar, en hann sigldi skipinu í strand. Nú situr hann fyrir utan húskofa fjölskyldunnar, gamall og blindur, og ríður net. Dóttir hans, Áróra, sem eitt sinn þótti besti kvenkostur bæjarins, sér fyrir fjölskyldunni með spákonuvinnu og þiggur fé fyrir næturgreiða. Í Láka syni hennar logar eldur, en hann sér hvergi leið til að láta draumana rætast. Í sviðsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikur Gunnar Eyjólfsson Jónatan og Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Þórir Sæmundsson leikur Láka og ungu stúlkuna leikur Þóra Karítas Árnadóttir. Pálmi Gestsson leikur Finnbjörn skransala en aðrir leikendur eru Esther Talía Casey, Hjalti Rögnvaldsson, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Friðriks á fyrstu sýningunum. Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd sýningarinnar og gerir búninga ásamt Margréti Sigurðardóttur. Um tónlist og hljóðmynd sér Jóhann G. Jóhannsson en Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira