Sjaldheyrð verk á tónleikum 12. desember 2008 06:00 Kammersveit Reykjavíkur á æfingu. Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir á sunnudag og eru með nokkuð óvenjulegri dagskrá. Á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur verða einungis flutt verk eftir tónskáldið Jan Dismal Zelenka, en hann var bæheimskur og starfaði mest í Prag, fæddur 1679 og lést 1745. Tónleikarnir bera yfirskriftina Prag 1723. Fjögur verk eftir Zelenka eru á efnisskránni. Robert Hugo, sérfræðingur í tónlist Zelenka, kemur frá Prag til að leiða Kammersveitina en einleikarnir í verkunum sem flutt verða eru þau Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Matthías Birgir Nardeau óbó, og Rúnar H. Vilbergsson fagott. Það er fátítt að verk eftir Zelenka leggi undir sig heila tónleika. Hann var samtímamaður J. S. Bachs. Þessir meistarar barokktónlistarinnar störfuðu í nágrannaborgunum Dresden og Leipzig. Líkt og gerðist með verk Bachs féllu verk Zelenka í gleymsku þegar barokktíminn rann sitt skeið og var tónlist hans enduruppgötvuð á 19. öld. Það er þó fyrst eftir 1960 sem vakning verður á verkum hans og voru þau þá gefin út á hljómplötum. Þykir tónlist hans sérstaklega áhugaverð og skemmtileg vegna óvenjulegrar hljómanotkunar og kontrapunkts. Hún er í hávegum höfð meðal þess hóps sem hefur einbeitt sér að hinu fjölskrúðuga safni tónlistar Evrópu sem kennd er við barokk. Er haft á orði í þeim hóp að í tengslaneti áhugamanna um barokkflutning hafi tónleikarnir vakið athygli víða um lönd. Árið 1723 voru mikil hátíðarhöld í Prag vegna krýningar Karls VI. keisara. Zelenka var falið að semja verk fyrir þetta tækifæri og stjórnaði því við þessa hátíðlegu athöfn. Verkin fjögur á tónleikunum voru einmitt samin þetta ár: Forleikur í F-dúr fyrir 7 concertanti, Hipocondrie í A-dúr fyrir 7 concertanti, Konsert í G-dúr fyrir 8 concertanti, og Sinfonía í A-moll fyrir 8 concertanti. Tónleikarnir verða í Áskirkju á sunnudaginn og hefjast kl. 17.00. Miðasala er við innganginn. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira